Aukaframlag til loðnuleitar

Hafrannsóknastofnun mun fá 120 milljón króna aukaframlag samkvæmt breytingartillögum fyrir 3. umræðu fjárlaga næsta árs til rannsókna og leitar að loðnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gær með fulltrúum stofnunarinnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fyrirkomulag loðnuleitar á næstu vikum og mánuðum. Samstaða er um að leitin verði eins umfangsmikil og […]
Olla kveður Vinnslustöðina eftir að hafa starfað þar í nær hálfa öld

„Auðvitað er tilveran undarleg á köflum. Ég sakna vinnunnar og vinnufélaganna en þegar illa viðrar er vissulega þægilegt að geta bara verið heima í hlýjunni! Mér hefur annars alltaf líkað vel í fiskvinnslu og Vinnslustöðin var alltaf góður vinnustaður,“ segir Ólöf Hauksdóttir – Olla, fiskverkakona sem lét nýlega af störfum í Vinnslustöðinni. Hún fór að […]
Jólagjafir, afmæli og starfslok

Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu. Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má […]
Loðnukvótinn fer til erlendra skipa

Hafrannsóknastofnun gaf í fyrrakvöld út loðnuráðgjöf upp á tæplega 22 þúsund tonn. Samkvæmt samningum eiga Norðmenn og Færeyingar rétt á aflaheimildum úr heimildum Íslands, sem eru talsvert umfram þessa ráðgjöf, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Sigurðssonar, sérfræðings í atvinnuvegaráðuneytinu sem mbl.is greinir frá í morgunn. Samkvæmt þríhliða samningum eiga Grænlendingar 15% af loðnukvótanum við Ísland og Norðmenn […]
Enn ein perlan í festi Vestmannaeyja

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja fagna viljayfirlýsingu um uppbyggingu baðlóns og þjónustusvæðis í hrauninu. Staðsetningin er einstök, útsýnið mikilfenglegt og hönnunin fellur vel inn í umhverfið. Það kemur ekki á óvart að framkvæmdaraðilar og fjárfestar komi auga á tækifæri í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hér er falinn fjársjóður. Í ferðaþjónustunni liggja gríðarleg tækifæri fyrir framtíð samfélagsins og mikilvægt að […]
Fleiri þættir en staðbundið ástand eru metnir í litaviðvörunarkerfinu

Litaviðvörunarkerfi sem almannavarnir kynntu á dögunum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samkvæmt kerfinu er allt landið merkt rautt, þ.e. neyðarstig. Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við almannavarnir um stöðuna í Vestmannaeyjum og hvort litaviðvörunarkerfið taki mið af því að ekki hafa komið upp smit í Vestmannaeyjum í langan tíma. Almannavarnir hafa svarað […]
Brenna við Hástein blásin af

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Ákveðið hefur verið að hætta við áramótabrennu á vegum Vestmannaeyjabæjar að þessu sinni vegna samkomutakmarkana stjórnvalda. Með því er dregið úr hættunni á því að fólk safnist saman af þessu tilefni. Verið er að skoða með lögreglustjóra Vestmannaeyja hvort flugeldasýningin verði leyfð. Tilkynnt verður […]