Nýtt skipurit Vestmannaeyjahafnar

Formaður framkvæmda og hafnarráðs lagði fram drög að nýju skipuriti Vestmannaeyjahafnar á fundi ráðsins þann 22. desember. Helsta breytingin er að til verður sérstakt stöðugildi hafnarstjóra. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skipurit. Ráðið er sammála um að nú jafnt sem áður er mikilvægt að halda niðri rekstrarkostnaði og leita mögulegra leiða til hagræðis. Uf-svið.pdf (meira…)
Binni lítur um öxl og kveður árið 2020 + myndaveisla

Árið 2020 er árið sem allir munu muna eftir. Árið sem heimurinn breyttist í einu vetfangi með COVID 19 farsóttinni. Við urðum að breyta öllu okkar háttarlagi og verklagi til lands og sjávar nánast á einni nóttu. Við hittum viðskiptavini okkar og skipulögðum sölustarfsemi á fjarfundum. Við tókum sjaldan á móti gestum og lokuðum okkur […]
Fyrsta grænbók um byggðamál kynnt í samráðsgátt

Grænbók um byggðamál, sem ætlað er að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýja stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 25. janúar 2021. Um er að ræða […]
Gamlársgöngu/hlaupið á þínum forsendum

Gamlársgöngu/hlaup 2020 til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum verður með breyttu sniði í ár. Hvernig líst þér á að taka Gamlársgöngu/hlaupið á þínum forsendum? Þín leið á þínum tíma. “Ég sé ekki ástæðu til þess að sleppa Gamlársgöngunni/hlaupinu þetta árið þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þetta ár hefur kennt mér að hugsa út fyrir boxið. Því miður er […]