Eyjakvöld í beinni á þorrablóti

Eins og við höfum áður greint frá fer fram rafrænt þorrablót Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum fram í kvöld. Tónlistardagskrá með tónlistarhópnum Blítt og létt er hluti af dagskrá blótsins. Útsendingin sem verður öllum opinn er aðgengileg hér að neðan, dagskráin hefst klukkan 20:30. (meira…)
Kveikjum neistann! Áhugahvöt og árangur í Vestmannaeyjum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins staðfesta í dag vilja sinn til samstarfs um undirbúning og framkvæmd þróunar- og rannsóknarverkefnis í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda. Um er að ræða verkefni sem miðar að því að fylgja nemendum eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra […]
Áhugahvöt og árangur – kveikjum neistann

Í dag verður samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins undir heitinu “Áhugahvöt og árangur – kveikjum neistann” ýtt úr vör með undirritunar viljayfirlýsingar umræddra aðila. Undirskriftin fer fram við formlega athöfn í dag í Eldheimum kl. 13.00. Vegna samkomutakmarkana verður aðgengi takmarkað. Beina útsendingu frá viðburðinum er hægt að sjá í […]
Mikil aukning í nýtingu frístundastyrkjar

Upplýsingar um nýtingu frístundastyrkjar ársins 2020 voru lagðar fyrir fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Árið 2020 voru alls 600 börn og ungmenni í aldurshópnum 2 – 18 ára sem nýttu sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti. Þetta er samtals 69% af börnum á þessum aldri og mikil hækkun frá árinu áður, 2019 […]
Vegvísinum stungið undir stól

Á Alþingi var samþykkt samhljóða að Landeyjahöfn skildi fara í gegnum óháða úttekt. Þetta var í byrjun desember árið 2019. Enn er þess beðið að farið verði að vilja Alþingis. Ráðuneyti Sigurðar Inga fór með ferðina í málinu og var ákveðið að fara í örútboð, þar sem niðurstaðan var sú að skýrslunni sem var skilað […]
Nýr samningur tækifæri til að vinna upp tap ársins 2020

Bæjarstjóri lagði á þriðjudag fram drög að endurnýjuðum samningi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fyrir bæjarráð. Samninganefnd Vestmannaeyjabæjar kynnti samninginn fyrir bæjarfulltrúum daginn áður. Samningurinn verður lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Samningurinn verður birtur þegar búið er að undirrita hann. Stefnt er að undirritun mánudaginn 8. febrúar nk. Bæjarráð […]