Glæsilegt starfsmannarými VSV í Króki tekið í gagnið

Hluti starfsmannarýmis í nýrri tengibyggingu Vinnslustöðvarinnar, Króki í Hafnargötu, var tekinn í notkun í dag. Starfsmenn í uppsjávarvinnslunni njóta einir herlegheitanna til að byrja með, það er að segja menn á vöktum á loðnuvertíð sem vonandi hefst í lok vikunnar eða í byrjun þeirrar næstu. Þannig verður líka hægt að aðgreina starfsmannahópa í fiskvinnslu VSV […]
Ný rannsóknartæki á Selfossi og í Vestmanneyjum

Rannsóknastofa HSU á Selfossi hefur í rúm 10 ár verið samtengd rafræna rannsóknakerfinu Flexlab sem LSH heldur utan um og er nú tengd við flestar rannsóknastofur á landinu. Rannsóknarstofan í Vestmannaeyjum hefur ekki búið við þann kost þar sem tækjabúnaðurinn hefur ekki stutt við þessar tengingar. Þetta kemur fram í frétt á vef HSU. Bein […]
Frítt í Eldheima á morgun

Vestmannaeyjabær, sem og sveitafélög um allt land tekur þátt í samvinnuverkefninu “Fáðu þér G-Vítamín – Gleymdu þér á safni.” Geðhjálp stendur fyrir átaki, sem er liður í því að stappa stálinu í fólk á erfiðum tímum. Fáðu þér G-Vítamín! Frítt inn á valin söfn í samstarfi við sveitarfélög um land allt miðvikudaginn 10.febrúar. Geðhjálp stendur […]
Góður afli í fótreipistrollið

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær með fullfermi. Tíðindamaður heimasíðunnar ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra í morgun en þá var skipið að veiðum í Háfadýpinu. „Aflinn sem við lönduðum í gær var blandaður; ufsi, þorskur og ýsa. Við vorum í Breiðamerkurdýpinu og fengum þar fínasta afla í fótreipistrollið. Síðan var komið […]
Andlát: Elías Gunnlaugsson

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,Elías Gunnlaugssonfrá Gjábakka í Vestmannaeyjumsíðast til heimilis að HraunbúðumLést föstudaginn 5.febrúarÚtförin verður auglýst síðar.Hjördís Elíasdóttir Hannes G. ThorarensenBjörk Elíasdóttir Stefán Örn JónssonViðar Elíasson Guðmunda Áslaug Bjarnadóttirbarnabörn, barnabarnabörn & barnabarnabarnabörn (meira…)
Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar

Í dag verður haldinn íbúafundur um niðurstöðu þjónustukönnunar Gallups með fjarfundarbúnaði Zoom. Fundurinn hefst kl. 17:30. Fundurinn fer í loftið klukkan 17:15 og verður hægt að fylgjast með honum á tvo vegu: Annars vegar í gegnum Zoom, en þar gefst þátttakendum tækifæri að fylgjast með kynningunni og taka þátt í umræðum á umræðuborðum. Hins vegar […]
Vestmannaeyingar, Akureyringar og Eyfirðingar ánægðastir

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá […]