Fab lab flytur á þriðju hæð Fiskiðjunnar

Síðan um áramót hefur Fab Lab í Vestmannaeyjum verið á götunni eftir að hafa misst húsaskjól sitt hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Því til viðbótar varð smiðjan hálf munaðarlaus þar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem Fab Lab smiðjurnar störfuðu undir, var lögð niður um áramótin. Nú horfir þó til betri vegar og mun Fab lab eignast nýtt […]

Afhenti Sagnheimum líkan af árabátnum Gideon VE

Eyjamaðurinn, Herjólfur Bárðarson er einn fárra eftirlifandi skipasmiða á Íslandi. Lærði í Vestmannaeyjum og vann nokkur ár við bátasmíðar og viðgerðir. Fljótlega fór hann á sjóinn og stundaði sjómennsku í mörg ár ásamt því að vinna við húsasmíði. Skipasmiðurinn var endurvakinn í smíði líkana af bátum af eldri gerðinni. Upphafið var líkan af víkingaskipinu Íslendingi. […]

Út mars og síðan ekki sögunni meir

EYJAMAÐURINN Sú hefð hefur skapast á Íslandi að menn láti sér vaxa skeggmottu í mars og vekji þannig athygli á átaki Krabbavarnar, Mottumars. Þeir sem fyrir eru fullskeggjaðir safna hinsvegar ekki í mottu heldur raka restina. Þannig var mál með vexti hjá Dúna Geirssyni þegar hann fékk áskorunina um að skarta mottu í mars. Tregur […]

Samgöngur og Reykjarvíkurferð

Karl Johansson skrifaði mikið um samgöngur við Eyjar. Hann hafði sérstakan áhuga á að bréf bærust reglulega frá fjölskyldunni í Svíþjóð og kynnti sér vel skipaferðir til landsins. Sérstaklega talar hann um Lyru, segir að hún komi alltaf annan hvern mánudag. Fari frá Bergen kl. 10 annað hvert fimmtudagskvöld. Hann segir að önnur skip komi […]

Við eigum samleið

Nýlega tilkynnti ég ákvörðun mína um að sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fram fer í maí vegna alþingiskosninga í haust. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð og fyrir þau er ég afar þakklát. Það er vissulega stór ákvörðun að óska eftir umboði til starfa á vettvangi Alþingis og það hafði […]

Framtíðarsýn, nýting og rekstur Herjólfsbæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum um rekstur, nýtingu og framtíðarsýn Herjólfsbæjar í Herjólfsdal. Í október árið 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar í Herjólfsdal sem lauk árið 2006. Bærinn er tilgátuhús sem byggir á heimildum um hvernig hinn upphaflegi landnámsbær kann að hafa litið út. Húsið er byggt sem langhús og gripahús. Lista- og […]

Stelpurnar heimsækja Hauka

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka á Ásvöllum í dag klukkan 18:00. ÍBV stelpurnar hafa verið á góðu skriði í deildinni og unnið tvo síðustu leiki gegn Val og Fram og sitja í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Gestgjafarnir eru í sjötta sæti með tíu stig. Fram kemur á facebook síðu ÍBV að það að […]

Fimm vilja leiða VG í Suðurkjördæmi

Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi.  Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður, Róbert Marshall, leiðsögumaður, bjóða sig fram í fyrsta sæti. Að auki […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.