Hlaðvarpið – Ingibjörg Bryngeirsdóttir
Í tíunda þætti er rætt við Ingibjörgu Bryngeirsdóttur um líf hennar og störf. Ingibjörg ræðir við okkur um lífshlaup sitt, menntun, og ýmis verkefni sem hún hefur á prjónunum. Í seinni hluta þáttarins fáum við heyra stuttan kafla úr bókinni Eyjar og úteyjalíf, úrval verka Árna Árnasonar símritara, frá Grund, sem Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við […]
Meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar

RS Árni Friðriksson heldur í dag af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunnar. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. […]
Eyjatónleikar með sumarlegu ívafi í beinu streymi

Undanfarið ár hefur verið afar óvenjulegt og reynst okkur öllum krefjandi en sem betur fer höfum við flest náð að komast þokkalega frá því. Nú með hækkandi sól, sjáum við fram á betri tíð. Mikið álag hefur verið á mörgum og því ekki úr vegi að lyfta sér aðeins upp. Eyjatónleikar hafa farið fram í […]
Ársfundur Byggðastofnunar 2021

Ársfundur Byggðastofnunar verður með óhefðbundnu sniði í ár líkt og í fyrra. Fundurinn verður sendur út rafrænt frá höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki fimmtudaginn 6. maí kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn og gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 15:00. Dagskráin er sem hér segir: Ávarp formanns stjórnar Byggðastofnunar – Magnús B. Jónsson. […]