Karl Gauti Hjaltason leiðir Suðvesturkjördæmi

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, mun leiða lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar í september. Eyjafréttir greindu frá því nýverið að ekki hafi verið að finna nafn Karls Gauta á lista flokksins í Suðurkjördæmi sem kynntur var nýverið. En Karl Gauti var upprunalega frambjóðandi Flokksins Fólksins í […]
Herjólfur 3. vs. Herjólfur 4.

Það er komið meira en ár síðan ég lofaði því að fjalla aðeins um þessi 2 skip og bera þau síðan saman og þar sem Herjólfur 3. er kominn á sölu er kannski tímabært að gera það núna. Byrjum á byrjuninni Herjólfur 3. er þrítugur núna í sumar og ýmislegt gekk nú á, bæði í aðdragandanum […]
Covid-19 fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Covid-19 smitum fer nú fjölgandi í samfélaginu og hafa þau ekki verið fleiri frá því í apríl sl. Samkvæmt nýjustu Covid tölum frá Suðurlandi eru nú 51 í einangrun með virkt smit og 84 í sóttkví. Þetta veldur okkur að sjálfsögðu áhyggjum en við megum ekki bugast og höldum ótrauð áfram í baráttunni við þennan […]
Grunur um COVID-smit í Kap II

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru. Skipið var að veiðum þegar grundsemdir vöknuðu um veirusmitið. Það kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn. […]
Gufan farin í loftið

Gufan þjóðhátíðarútvarp fór formlega í loftið í gær klukkan 13:00. “Gufan er orðinn rótgróinn hluti í undirbúningi þjóðhátíðarinnar. Í fyrr var ekki útsending út af dálitlu. En í ár vorum við búinn að gera allt klárt fyrir útsendingu, þegar reiðarslagið kom yfir að þjóðhátíðinni yfir frestað. Við ákváðum samt sem áður að halda okkur við […]
Þjóðhátíðarblaðið 2021 komið út

Þjóðhátíðarblaðið 2021 er komið út og er til sölu í Klettinum og Tvistinum á 1500 kr. Sara Sjöfn Grettisdóttir sá um að ritstýra blaðinu, en henni til aðstoðar voru Lind Hrafnsdóttir sem sá um umbrot og hjónin Vilmar Þór Bjarnason og Þóra Sif Kristinsdóttir sem sáu um auglýsingar. Blaðið er stútfullt af flottum myndum frá […]