Gleðileg loðnutíðindi en nú þarf að hyggja líka að löskuðum mörkuðum

„Fyrst og fremst er gleðilegt náttúrunnar vegna að Hafrannsóknastofnunin leggi til liðlega 900.000 tonna loðnukvóta á næstu vertíð og geri líka ráð fyrir sterkum stofni loðnu á vertíðinni þar næsta árs. Stóru tíðindin eru einfaldlega þau að loðnan er hvorki týnd né tröllum gefin! Því má blása í eitt skipti fyrir öll á þær kenningar […]

Dungeons og Dragons, Félóklúbburinn og listaklúbbur

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnti starfsemi vetrarins á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma. Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum mánuði þar sem allir ættu að finna eitthvað […]

Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur veiðar á allt að 904.200 tonn­um af loðnu fyr­ir kom­andi vertíð. Und­an­far­in ár hafa verið frek­ar rýr og því um tölu­verða aukn­ingu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvót­inn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag. Í upp­hafs­ráðgjöf sem veitt var í des­em­ber á síðasta ári, sem byggði […]

Dagdvalarrýmum fjölgar

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu dagdvalar aldraðra á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldrað fólk sem býr í heimahúsum og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda færni einstaklinga til að geta búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Dagdvölin er opin frá kl. 9 -16 alla virka […]

Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.