Gleðileg loðnutíðindi en nú þarf að hyggja líka að löskuðum mörkuðum

„Fyrst og fremst er gleðilegt náttúrunnar vegna að Hafrannsóknastofnunin leggi til liðlega 900.000 tonna loðnukvóta á næstu vertíð og geri líka ráð fyrir sterkum stofni loðnu á vertíðinni þar næsta árs. Stóru tíðindin eru einfaldlega þau að loðnan er hvorki týnd né tröllum gefin! Því má blása í eitt skipti fyrir öll á þær kenningar […]
Dungeons og Dragons, Félóklúbburinn og listaklúbbur

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnti starfsemi vetrarins á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma. Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum mánuði þar sem allir ættu að finna eitthvað […]
Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu

Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Undanfarin ár hafa verið frekar rýr og því um töluverða aukningu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvótinn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Hafrannsóknastofnunar í dag. Í upphafsráðgjöf sem veitt var í desember á síðasta ári, sem byggði […]
Dagdvalarrýmum fjölgar

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu dagdvalar aldraðra á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldrað fólk sem býr í heimahúsum og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda færni einstaklinga til að geta búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Dagdvölin er opin frá kl. 9 -16 alla virka […]
Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]