Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]

Hlaðvarpið – Berglind Sigmarsdóttir

Í þrítugasta og þriðja þætti er rætt Berglindi Sigmarsdóttur um líf hennar og störf. Berglind ræðir við okkur um fjölskylduna, myndlistina, hvernig var að búa á Bahama-eyjum, bókaskrifin, hvernig það er að reka veitingastað í Eyjum og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra frásögn sem kom í Blik árið 1962 sem […]

Skoða breytingar á Hörgeyrargarði

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs á þriðjudag. Þann 8.sept. og 12.okt sl. var fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna rannsókna á aðstæðum innan hafnar ef breytingar yrðu gerðar á Hörgeyrargarði en Vegagerðin er að safna gögnum og skoða áhrif þessara aðgerða. Verða næstu mánuðir notaðir í að skoða þessar […]

Gera varðveislumat á Blátindi

Blátindur VE 21 og örlög hans voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Þann 5.október sl. fór fram fundur þar sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Minjastofnunar fóru yfir stöðuna á MB Blátindi. Fram kom í máli fulltrúa Minjastofnunar að gera þyrfti varðveislumat á bátnum og var samþykkt að slíkt mat yrði gert. Fundaraðilar […]

Leita allra leiða til að tryggja börnum leikskólavist eftir 12 mánaða aldur

Staðan á biðlista leikskóla var rædd á fundi fræðsluráðs í vikunni en 10 börn, fædd árið 2020, eru á biðlista auk 15 barna sem fædd eru árið 2021. Þá eru tvö eldri börn sem bíða eftir flutningi milli leikskóla. Eins og staðan er núna er fullt á Sóla og staðan um áramót óljós. Verið er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.