Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) gefur út 400 þúsun tonna upphafsráðgjöf í loðnu

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur nú birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum. Þessi ráðgjöf byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára, í september síðastliðnum í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og systurstofnunar hennar á Grænlandi. […]
Orkan og Vestmannaeyjar 2.0

Á Orkneyjum norður af Skotlandi búa um 22.000 manns. Þar hefur skoska ríkið og heimafólk, ásamt Evrópusambandinu veitt European Marine Energy Center (EMEC) aðstöðu og stuðning til þess að hugvitsfólk á sviði sjávarfalla- og vindorkuvirkjana geti þróða sína tækni. Fjármögnun verkefnisins hófst upp úr síðustu aldarmótum og byggði í raun frekar á trú en vissu, […]
Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2022 hækkar um 2,5%

Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2022 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Lögð voru fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir 2022. Almennt er um að ræða 2,5% hækkun frá síðastu gjaldskrá. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi drög og fól hafnarstjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2022 á næsta fundi. (meira…)
Aðventusíld ÍBV

Aðventusíld ÍBV er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Herlegheitin fara fram á Háaloftinu (Höllinni) föstudaginn 3. desember og er ráðgert að búa til fleiri en eitt sóttvarnarhólf ef þarf. Boðið verður upp á ýmsar gerðir af síldarsalötum en salatgerðamaður kvöldsins verður, rétt eins og síðast, Daníel Geir Moritz. Hvaða salat verður […]