Kap með fyrsta loðnufarm ársins til VSV

Kap kom til Vestmannaeyja í nótt með fyrsta loðnufarminn á nýju ári. Ísleifur fylgdi í kjölfarið og Huginn er á leið heim líka af miðunum fyrir norðan og austan land. Vinnslustöðvarskipin þrjú færa alls að landi liðlega fimm þúsund tonn til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni. „Ætla má að lokið verði við að landa úr öllum skipum […]

Andlát: Baldur Þór Bragason

Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, tengdafaðir, afi og vinur Baldur Þór Bragason Lést eftir stutt en erfið veikindi í faðmi fjölskyldunnar þann 8.janúar. Vegna takmarkana verður 100 manna hámark í jarðarförinni en henni verður verður streymt frá Landakirkja.is Helen Arndís Kjartansdóttir Bára Bragadóttir Einar Birgir Baldursson – Íris Sif Hermannsdóttir Trausti Ágúst Hermannsson – Telma Magnúsdóttir […]

Þrjú lið frá ÍBV í pottinum þegar dregið var í 16 liða úrslitum

Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna rétt í þessu en drættinum var streymt á miðlum HSÍ. ÍBV átti þrú lið í pottinum að þessu sinni. Öll liðin drógust á móti liðum úr næst efstu deild. Kvenna liðið fékk útileik á móti Fylki/Fjölni en aðal karlalið ÍBV leikur á útivelli á […]

ÍBV safnar liði

ÍBV hefur náð samkomulagi við bandaríska leikmanninn Ameera Hussen að leika með liðinu á komandi leiktíð í efstu deild kvenna. Ameera er 22 ára leikmaður sem kláraði tímabilið í Washington háskóla í nóvember. Hún hefur leikið í fimm ár með háskólanum og var í vor valin í besta lið Pacific-region á lokahófi deildarinnar. Ameera leikur […]

Endurvinnslan lokuð

Viðskiptavinir ATHUGIÐ! Endurvinnslan lokuð tímabundið. Í starfshópi Endurvinnslunnar eru einstaklingar sem eru í miklum áhættuhópi og sjáum við okkur ekki fært um að hafa opið vegna stöðunnar í samfélaginu í dag. Vonum við að þið sýnið þessu skilning. Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með hvenær Endurvinnslan opnar aftur þar sem opnunartímar geta breyst. […]

Á þriðja dag að koma sýnum til greiningar

“Tölur sem hafa birst inn á heimasíðu HSU hafa ekki gefið rétta mynd af stöðunni í Eyjum undanfarna daga þar sem komið var fram á þriðja dag án þess að sýni kæmust til greiningar.” Sagði Davíð Egilsson hjá HSU í orðsendingu til fjölmiðla. “Það kom því nokkur gusa af staðfestum smitum seinnipart föstudags eins og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.