ÍBV hefur náð samkomulagi við bandaríska leikmanninn Ameera Hussen að leika með liðinu á komandi leiktíð í efstu deild kvenna. Ameera er 22 ára leikmaður sem kláraði tímabilið í Washington háskóla í nóvember.
Hún hefur leikið í fimm ár með háskólanum og var í vor valin í besta lið Pacific-region á lokahófi deildarinnar. Ameera leikur sem miðjumaður og bindur félagið miklar vonir við leikmanninn fyrir tímabilið.
Fyrir áramót framlengdi Guðný Geirsdóttir samning sinn við ÍBV og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Guðný hefur leikið 28 leiki með meistaraflokki ÍBV en hún er markvörður og lék einnig 11 leiki með Selfyssingum á síðustu leiktíð, þar sem hún var á láni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst