Sjálfstæðismenn boða prófkjör

Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum ákvað í kvöld með meirihluta atkvæða að viðhafa prófkjör við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Prófkjörið fari fram eigi síðar en 12.mars 2022. (meira…)
Tilkynning vegna tónleika – Átt þú kannski ekki miða eins og þú heldur?

Kæru ÍBV-arar. Nú styttist óðum í Febrúartónleika ÍBV en þeir verða nk. laugardag. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast 20.30. Er þetta þriðja tilraunin til að halda tónleika með þeim bræðrum og kann að vera að einhver hafi áður keypt miða sem nú hafa verið endurgreiddir. Þann 4. jan fengu allir sem höfðu keypt […]
Dregið í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins

Dregið var í hádeginu í dag í 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna. 16-liða úrslitum er ekki lokið en leikir í 16-liða úrslitum fara fram frá 15. – 17. febrúar og 8-liða úrslitin sem dregið var í rétt í þessu verða leikin 19. – 20. febrúar. Eftirfarandi lið drógust saman: Coca-Cola bikar karla: […]
Seinni ferð Herjólfs fellur niður

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður seinni ferð dagsins til Þorlákshafnar vegna veðurs og sjólags. Bæði þrengslin og heiðin eru lokuð og opna ekki fyrr en á morgun. Suðurstrandarvegurinn er opin, en færðin er ekki góð og gæti hann lokast von bráðar. Ákvörðum sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar […]
Landeyjarhöfn 2022

Ef við hugsum þrjú ár aftur í tímann þá var allt á fullu við að hefja framkvæmdir við setja upp fastan dælubúnað í Landeyjarhöfn. Hugmyndin var að dæla frá landi þeim sandi sem lokar höfninni á veturna, þetta þarf ekki að vera mikið magn, en samt nóg til að ekki sé hægt að sigla í […]
Fresta brottför vegna ófærðar á vegum

Brottför Herjólfs kl. 10:45 frá Þorlákshöfn hefur verið frestað til kl. 11:30 í ljósi þess að bæði þrengslin og heiðin eru lokuð. Bent er á í tilkynningu frá Herjólfi að Suðurstrandarvegurinn er opinn sem stendur. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta sér ferðina kl. 11:30 eru beðnir um að leggja tímalega af stað og […]
Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 aflétt

Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 hefur verið aflétt með gildistöku nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir. Breytingin felur í sér rýmkun á sóttvarnareglum, fjöldatakmörk verða 200 manns og heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við […]