Áfram hagsýn

Þau missa seint marks fræg orð Margrétar Thatcher um skatta. En hún útskýrði svo eftirminnilega á breska þinginu að ekki væri til neitt sem héti í raun „almannafé“, heldur aðeins „fé skattgreiðenda“. Þannig vildi hún leiðrétta þann misskilning sumra að hið opinbera hafi milli handa sinna óskilgreint fé sem heimilt væri að eyða að vild. […]
Staðan á skipulagsmálum í Vestmannaeyjum og hvað er framundan

Mikil uppbygging hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu sem er mikið gleðiefni. Í dag eru aðeins 15 lóðir lausar fyrir einbýlishús en engar fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir frístundahús. Árið 2020 voru 33 lausar lóðir en frá þeim tíma hefur verið gert nýtt deiliskipulag og lóðir auglýstar í Áshamrinum, athafnasvæði […]
Undirbúa móttöku flóttamanna frá Úkraínu

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær en þann 9. mars sl., sendi félags- og vinnumálaráðuneytið, sveitarfélögum erindi vegna móttöku flóttafólks. Ástandið í Úkraínu og vaxandi fjöldi flóttafólks hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga og vikur. Hafa nokkur sveitarfélög lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Gert er ráð […]
Undirstaða alls

Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða velmegunar. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun og nýjar áherslur. Á núgildandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 er að finna aðgerð B.7. Störf án staðsetningar. Verkefnismarkmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á […]
FÍV í öðru sæti í vali á stofnun ársins

Valið á Stofnun ársins 2021 var tilkynnt á hátíð Sameykis í gær þann 16. mars 2022 en titlana Stofnun ársins og Stofnun ársins – borg og bær hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim þáttum sem könnun Sameykis náði yfir að mati starfsmanna þeirra. Í flokki minnstu stofnananna eru fyrirmyndarstofnanir Jafnréttisstofa, sem […]
Hlaðvarpið – hljómsveitin Molda

Í fimmtugasta þætti í hlaðvarpinu er rætt við peyjana í Molda. Forvitnast um hljómsveitarlífið, hvað er framundan hjá bandinu og margt annað. Peyjarnir sem skipa hljómsveitina Molda eru þeir Albert Snær Tórshamar, Helgi Rasmussen Tórshamar, Þórir Rúnar Geirsson, kallaður Dúni og Birkir Ingason. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra nýja lagið þeirra peyjana […]
Hefur þú notað Loftbrú?

Austurbrú óskar eftir svörum við könnun um Loftbrú. Markmið með þessari könnun er að meta notagildi og hlutverk Loftbrúar, fyrir árið 2021, út frá reynslu notendahópsins s.s. samsetningu hans, tilgang ferða, hvort ferðum hafi fjölgað, upplifun, bókanir, hverjir eru kostir úrræðisins og annmarkar. Svörun tekur um það bil 10 mínútur. Engin svör eru rakin til […]