Góður ÍBV sigur í dag

Sannkölluð markaveisla í skemmtilegum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Allt í boði Eyjakvenna og uppskáru þær góðan 3-2 sigur á liði Keflavíkur. Mörk ÍBV skoruðu Sandra Voitane á 24. mínútu, Olga Sevcoca á 31. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir á 55. mínútu. (meira…)
Alltaf 18 ára

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi. „Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum síðasta haust. […]
Þjóðhátíðarlagið frumflutt

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Hún gerði garðinn frægan hér um aldamótin með hljómsveitinni Nylon. Hún semur einmitt Þjóðhátíðarlagið í samvinnu með Ölmu Guðmundsdóttur sem var einnig í hljómsveitinni. Lagið nefnist Eyjanótt og má nálgast hér á Spotify. (meira…)
Sjómannabjórinn er sigurbjórinn

Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau […]