Bjarni Ben á pæjumótinu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var einn þeirra fjölmörgu foreldra sem kom til Eyja í tengslum við TM mótið „Það sem stóð upp úr var fyrirtaks skipulagning og gleði sem einkenndi allt mótshaldið. Ég verð líka að minnast á frábæra þjónustu og glæsilegan mat á öllum veitingastöðum og kaffihúsum sem við sóttum yfir helgina,“ segir Bjarni. Sigríður […]
GRV – Neistinn hefur svo sannarlega kveikt elda

Á fundi fræðsluráðs 15. júní sl. voru kynntar niðurstöður í lestrarprófi í fyrsta bekk sem sýnir að verkefnið, Kveikjum neistann skilar árangri strax á fyrsta ári. Í minnisblaði fræðslufulltrúa segir: – Nú þegar fyrsta skólaárinu í þróunarverkefninu Kveikjum neistann er að ljúka liggja fyrir fyrstu niðurstöður í lestri. Niðurstöður sýna að allir nemendur sem voru […]
ÁtVR fundaði á dögunum

ÁtVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu hélt stjórnarfund á dögunum þar sem farið var yfir skemmtanaliði ársins. Átthagafélagið hefur það markmið að halda á lofti menningu og viðhalda venjum sem eiga rætur sínar í Vestmannaeyjum og standa að viðburðum þar sem Vestmannaeyingar koma saman, fjarri heimahögum. Þetta var fyrsti fundur nýrrar stjórnar sem kosin […]
GRV – Betri árangur í stærðfræði í þriðja og sjötta bekk

Fleira gott er að gerast í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) en sá glæsilegi árangur sem náðist í fyrsta bekk í vetur í átakinu, Kveikjum neistann. Nemendur í þriðja og sjötta bekk skólans bættu sig verulega á í stærðfræði eftir markvissa þjálfun milli prófa síðasta haust og vetur og í vor. Á síðasta fundi fræðsluráðs kynnti Helga […]
Orkumótið byrjar á morgun

Orkumótið í fótbolta hefst formlega á morgun, miðvikudag, en sjálf keppnin stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags. Á mótinu keppir 6. flokkur karla og fyrsta mótið var haldið árið 1984. Keppt verður á öllum knattspyrnuvöllum Eyjanna; Helgafellsvelli, Týsvelli, Hásteinsvelli, Þórsvelli og í Herjólfshöllinni. Glæsileg dagskrá er framundan hjá leikmönnum, foreldrum og liðsstjórum og má búast […]