Molda með nýtt lag á Spoify

„Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja,“ segir í nýútkomnu blaði Eyjafrétta um Eyjahljómsveitina Moldu sem hefur gert það gott undanfarið. Þeir hafa sent frá sér eigin lög en nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning. Það er hinn sígildi slagari, Láttu mig vera með 200.000 Naglbítum. Kemur lagið […]
Minni líkur á veirusmiti í lokuðum eldiskerjum

Vegna umræðu um fiskeldi í Eyjum hafði blaðamaður samband við sérgreinadýralækni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, MAST til að varpa ljósi á málið. Þetta var gert sérstaklega í ljósi frétta af sýkingu í laxeldi í sjó á Austurlandi. „Það fer að sjálfsögðu enginn sýktur fiskur á neytendamarkað, eins og var slegið upp á forsíðu ákveðins blaðs fyrir […]
Makríllinn – Ísleifur fékk nokkur tonn í nótt

Fyrstu skipin eru byrjuð að leita að makríl og eru skip Vinnslustöðvarinnar, Huginn VE og Ísleifur VE suður af Eyjum. Austar eru Hornafjarðarskipin, Jóna Edvalds og Ásgrímur Halldórsson. „Ísleifur hífði í nótt og fékk nokkur tonn sem var talsvert blandað við síld. Líklegast leita þeir vestar núna í dag,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar […]
Óbreytt fyrirkomulag á lundaveiði á heimalandinu

„Í kjölfar greinar sem ég skrifaði og birt var á Eyjamiðlunum 4. apríl sl. þá vil ég skora á bæjarráð að snúa til baka þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir líklega 12 til 13 árum, þar sem ákveðið var að setja flest fjöllin á Heimaey í sérstakt veiðifélag og að aðrir en þeir sem væru […]
Ekkert minna en stórkostleg

Aðsend grein frá Kára Kristjáni Kristjánssyni, handboltahetju Vestmannaeyja. Núna þegar sárasti sviðinn er yfirstaðinn fannst mér ég ekki geta annað en skrifað nokkur orð í þakklætisskyni fyrir stuðninginn sem þið, frábæra stuðingsfólk sýnduð okkur á yfirstöðnum vetri og þá sérstaklega þegar komið var í úrslitakeppnina. Til að gera langa sögu stutta enduðum við í 3. […]