Ísleifur með 700 tonn af makríl

Klukkan fimm í dag er Ísleifur VE væntanlegur með 700 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni austur af landinu. Áður höfðu Ísleifur og Huginn VE, sem báðir eru í eigu Vinnslustöðvarinnar leitað að makríl á svæðinu við Eyjar en lítið fundið. Þetta er því fyrsti alvöru makrílfarmurinn sem berst til Eyja á þessari vertíð. […]
Andlát: Elín Guðlaugsdóttir

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa langamma. Elín Guðlaugsdóttir, sjúkraliði, áður til heimlis að Bessastíg 10, Vestmannaeyjum. Lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum þann 5.júlí sl. Guðlaugur Jóhannsson – Margrét Jenný Gunnarsdóttir Ragna Jóhannsdóttir – Jorn Boklund Guðný Kristný Jóhannsdóttir Jóhann Ellert Jóhannsson – Solveig Krusholm Barnabörn og barnabarnabörn (meira…)
Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]
Hátækni hljóðnemi fannst í Kaplagjótu

Fyrir þremur árum týndist hátækni hljóðnemi við Hellisey sem tekur upp hljóð í hafi. Var þetta nokkur skaði því nýr kostar hljóðnemi um tvær milljónir með öllum búnaði. Stundum gerist það óvænta og það á við um hljóðnemann sem nánast upp á dag, þremur árum seinna, fannst í Kaplagjótu þar sem sjálfboðaliðar unnu að hreinsun […]