Stór skellur gegn KR

Fyrsti leikur eftir þjóðhátíð hefur oft verið erfiður Eyjamönnum. Svo var einnig í dag þegar ÍBV mætti KR í Bestu deild karla á Meistaravöllum. Niðurstaðan var 4:0 fyrir KR þannig að enn er á brattann að sækja fyrir ÍBV í botnbaráttunni. ÍBV er með tólf stig í níunda sæti og mætir FH, sem er í […]

Perla Sól og Kristján Þór Íslandsmeistarar

Íslandsmótinu í golfi 2022 lauk í Vestmanneyjum í dag 7. ágúst en mótið hófst fimmtudaginn 4. ágúst. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu […]

Golfinu frestað

Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Frá síðustu tilkynningu hefur úrkoma verið mjög mikil og völlurinn er óleikhæfur vegna bleytu. Leikur hefst ekki kl. 15:00. Lokatilraun til að hefja leik verður gerð kl. 16:30 en staðfesting frá mótsstjórn verður birt kl. 15:30. (meira…)

Pysjurnar lentar í Reykjavík!

Lundapysja

Ótrúlegt en satt, þá er fyrsta pysja ársins fundin í Reykjavík! Þessi pysja fannst um helgina. Nú fara þær eflaust að láta sjá sig í Eyjum. Við bíðum spennt eftir fyrstu lendingu! Á myndinni er Eiður Gauti með borgarpysjuna. Upplýsingar og mynd af Facebook síðu pysjueftirlitsins. (meira…)

Golf – Ræst klukkan 15.00 á Íslandsmótinu

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslands­móts­ins í golfi í Vestmannaeyjum var frestað vegna veðurs kl. 10.00 í morgun. Keppni hófst klukk­an sex í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn. Nú er ákveðið að hefja leik kl. 15.00 þegar veður á að hafa gengið niður. Völlurinn er mjög blautur sem gerir keppendum […]

Íslandsmótið í bið vegna veðurs

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslands­móts­ins í golfi í Vestmannaeyjum hefur verið frestað vegna veðurs. Keppni hófst klukk­an sex í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu og fer mótstjórn yfir stöðuna. Keppni  hefst í fyrsta lagi kl. 13.00 og fá keppendur upplýsingar sendar í SMS […]

Mikið í húfi þegar ÍBV heimsækir KR í dag

Í dag kl. 17.00 er enn einn mikilvægur leikur hjá ÍBV í Bestu deild karla sem fara í Vesturbæinn og mæta KR í sextándu umferð deildarinnar. Eyjamenn hafa verið á góðu skriði og rétt hlut sinn verulega á töflunni. Síðast gerðu þeir 2:2 jafntefli á Hásteinsvelli og með því stigi hafði ÍBV halað inn sjö […]

Gleymdir þú einhverju í Dalnum?

Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir nú á facebook síðu sinni eitthvað af þeim munum sem hafa fundist í Dalnum eftir Þjóðhátíð. Þar á meðal má finna allt frá símum og sólgleraugum til orginal lopapeysa og regnstakka. Gleymdir þú einhverju í Dalnum? Kannski er Lögreglan í Vestmannaeyjum með dótið, kíktu á síðuna þeirra hér og kannaðu málið. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.