Náin framtíð í jarðfræði – Enginn toppar Kristínu

Þó nokkrar líkur eru á því að það gjósi aftur í Heimaey í náinni framtíð. Gos gæti þess vegna komið upp í miðju hafnarmynninu svo mikilvægt er að fleiri en ein viðbragðsáætlun sé fyrir hendi, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands í Dagmálum Morgunblaðsins. Athyglisvert viðtal en í þeim anda sem […]
Herjólfur – Bílalyftunni slakað á bíla – Engin slys

„Óhapp varð um borð í Herjólfi þegar skipið var að fara frá Landeyjarhöfn úr seinustu ferð dagsins í gærkvöldi. Skipið var að bakka frá bryggju þegar bílalyftan fór niður öðrumegin með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust undir henni. Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð,“ sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. […]
Leit bar ekki árangur

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og Björgunarsveit Vestmannaeyja í gærkvöldi og nótt eftir að sést hafði til neyðarblyss á sjó. Viðbragðsaðilar leituðu af sér allan grun en engin merki sáust um fólk í vanda. Ekki er vitað hvaðan blysið kom eða frá hverjum. (meira…)
Matey – Veitingastaðir og sjávarútvegur bjóða til veislu

„Þau stórtíðindi berast úr Vestmannaeyjum að haldin verði sérleg matarhátíð áttunda til tíunda september næstkomandi. Hátíðin hefur hlotið nafnið MATEY en þar munu veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu taka höndum saman til að leiða saman úrvals hráefni og framúrskarandi matreiðslu“ segir á mbl.is í gær. Sannarlega eitthvað til að hlakka til, að veitingastaðir og […]
Leit á sjó við Smáeyjar og víðar

Þessa stundina fer fram leit á sjónum rétt vestan við Heimaey, við Smáeyjar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og bátar eru að leita, Samkvæmt mbl.is voru Björgunarfélag Vestmannaeyja og Landhelgisgæslan kölluð út í kvöld í leit á sjó við Vestmannaeyjar eftir að neyðarblyss hafi sést á sjó. Landhelgisgæslan staðfesti þetta við mbl.is en málið væri á frumstigi og frekari […]