Þessa stundina fer fram leit á sjónum rétt vestan við Heimaey, við Smáeyjar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og bátar eru að leita, Samkvæmt mbl.is voru Björgunarfélag Vestmannaeyja og Landhelgisgæslan kölluð út í kvöld í leit á sjó við Vestmannaeyjar eftir að neyðarblyss hafi sést á sjó.
Landhelgisgæslan staðfesti þetta við mbl.is en málið væri á frumstigi og frekari upplýsingar ekki veittar að svo stöddu.
Samkvæmt Björgunarfélaginu var tilkynnt um neyðarblys og hófst leit í framhaldi af því.
Mynd af Smáeyjum af Heimaslóð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst