VSV, Okada Susian og Stefán kynna sjávarafurðir í Japan

Risastór sjávarútvegssýning stendur nú yfir í Tokyo í Japan, sú 24. í röðinni. Þar er að vonum margt um manninn meðal sýnenda og gesta. Vinnslustöðin og Okada Susian, fyrirtækið sem VSV er meðeigandi í, taka að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þá átti aldeilis vel við að sendiherra Íslands í Japan, Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, […]

Grunur um fuglaflensu

„Borið hefur á því að Súlur hafa verið að setjast í Vestmannaeyjabæ. Matvælastofnun telur að þær séu sýktar af fuglaflensunni. Því viljum við beina því til foreldra og frorráðamanna barna að árétta við börnin að láta þessa fugla vera því hætta er á smiti auk þess sem súlan getur verið varasöm,“ í frétt frá lögreglunni […]

Útbreiðsla makríls meiri nú

Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og […]

Saltfiskur fyrir 600 manns hvern dag

Ætla má að á þriðja hundrað þúsund gesta hafi á dögunum sótt sérstaka hátíð kennda við þorsk í borginni Ilhavo í Portúgal. Vinnslustöðin var eini íslenski styrktaraðili verkefnisins og salfiskfyrirtæki hennar þar ytra, Grupeixe, kynnti framleiðsluvörur sínar á vettvangi. Gestir kunnu vel að meta íslenska saltfiskinn enda í hávegum hafður og til að mynda víða […]

Berglind keypt til Frakkalands

Berglind Björg, knattspyrnukona sem spilaði stórt hlutverk með landsliðinu á EM í sumar, er á förum frá norska liðun Brann. Þetta kemur fram í norskum miðlum í morgun. Franska liði Paris Saint-Germain hefur keypt Berglindi, þetta er staðfest á vef Brann þar sem einnig kemur fram að hún hafi staðist læknisskoðun og sé búin að […]

Vegaframkvæmdir á Suðurlandsvegi í dag

Vegagerðin vinnur við fræsingu afreinar til austurs á Heillisheiði við slaufu frá Þrengslavegi í dag. Vegurinn verður lokaður fyrir umferð til austurs á meðan, en reiknað er með að framkvæmdirnar standi yfir til kl. 20:00 í dag. Þeir sem ætla að keyra frá Reykjavík til Landeyjahafnar í dag þurfa því að fara um Þrengslaveg í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.