Grunur um fuglaflensu
24. ágúst, 2022

„Borið hefur á því að Súlur hafa verið að setjast í Vestmannaeyjabæ. Matvælastofnun telur að þær séu sýktar af fuglaflensunni. Því viljum við beina því til foreldra og frorráðamanna barna að árétta við börnin að láta þessa fugla vera því hætta er á smiti auk þess sem súlan getur verið varasöm,“ í frétt frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einnig hafa dauðir fuglar fundist á fjórum suður á Eyju.

 

Mast telur að við núverandi aðstæður sé ekki talin ástæða til að banna fuglaveiðar hér á landi vegna smithættu í fólk. „Það afbrigði  fuglaflensuveirunnar sem nú er mest um í Evrópu og víðar veldur almennt ekki sýkingum í fólki. Einstaka smit hafa komið upp en þá hjá einstaklingum sem hafa verið í miklu návígi við sjúka fugla án þess að gæta sóttvarna. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því mjög litlar en þó er aldrei hægt að útiloka smit og fólk þarf ávallt að gæta sóttvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum. Engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu matvæla,“ á heimasíðu Mast – mast.is

 

Þar er líka að finna eftirfarandi leiðbeiningar:

Rétt er að taka fram að það afbrigði fuglaflensunnar sem finnst í fuglum í dag er ekki sama afbrigði og var í gangi fyrir tæpum 20 árum og olli alvarlegum veikindum í fólki.

Veiðar og verkun fugla

Mögulegt smit berst fyrst og fremst með saur, dropasmiti eða ryki í öndunarfæri fólks. Þau tilfelli sem hafa greinst í fólki er hægt að rekja til aðstæðna þar sem það hefur orðið útsett fyrir miklu veirumagni í ryki eða loftdropum.

Veiðimenn ættu að gera eftirfarandi varúðarráðstafanir til að draga úr hættu á mögulegu smiti:

Ávallt skal gæta smitvarna við handfjötlun á veikum og sjálfdauðum fuglum og tilkynna þá til Matvælastofnunar.

Hræ skal látið liggja nema ef það er þannig staðsett að nauðsynlegt sé að fjarlægja það. Ef það er gert skal hræið sett í plastpoka, án þess að það sé snert með berum höndum, lokað fyrir pokann og hann síðan settur í almennt rusl. Ef viðkomandi sveitarfélag býður uppá förgunarleið fyrir      lífrænan úrgang má setja hræið í niðurbrjótanlegum poka í söfnunarílát fyrir slíkan úrgang.

Veika villta fugla skal einnig tilkynna til viðkomandi sveitarfélags, sem samkvæmt lögum um velferð dýra er skylt að sjá til þess að fuglinum sé komið til hjálpar eða hann aflífaður á mannúðlegan hátt. Utan opnunartíma sveitarfélaga er hægt að hafa samband við lögreglu.

Ekki skal veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir. Ef fuglinn sýnir óeðlilega hegðun getur það verið merki um að dýrið sé veikt. Þó skal það tekið fram að heilbrigðir fuglar geta líka verið smitaðir af fuglaflensu.

Ávallt skal gæta sóttvarna við meðhöndlun og verkun fuglanna.

Mikilvægt er að sápuþvo hendur í volgu vatni . Hægt er að nota handspritt (70%) eftir að sjáanleg óhreinindi á höndum hafa verið fjarlægð.

Nota hanska og grímu.

Verka fuglana í vel loftræstu umhverfi og forðast skal að anda að sér ryki, fjöðrum og loftdropum. Ef fuglarnir eru verkaðir innandyra og/eða í illa loftræstu umhverfi ætti að nota veiruhelda grímu (FFP3 grímu). Gott væri að skola fuglana fyrir reytingu (sem sagt rykbinda) til að minnka rykmengun eða velja frekar að hamfletta þá. Ef unnið er utandyra, ætti að hafa vindinn í bakið.

Forðast beina snertingu við blóð, saur og aðra líkamsvessa frá fuglunum.

Verkandi ætti  ekki að snerta augu eða andlit á meðan meðhöndlun fuglanna fer fram. Gott er að nota öryggisgleraugu ef hætta er á skvettum eða til að forðast að nudda  augun.

Ekki borða, drekka eða reykja á sama tíma.

Halda börnum og gæludýrum frá efnum og svæðum sem gætu verið menguð

Fjarlægja og þvo strax fatnað, skófatnað og annan búnað sem getur verið mengaður af blóði, saur eða öðrum líkamsvessum frá fuglunum.

Mikilvægt að þrífa og sótthreinsa áhöld og umhverfi vel eftir verkun.

Þeim hlutum fuglanna sem ekki á að nýta til matar má henda í plastpoka með heimilissorpinu. Ef viðkomandi sveitarfélag býður uppá förgunarleið fyrir lífrænan úrgang má setja hræið í niðurbrjótanlegum poka í söfnunarílát fyrir slíkan úrgang.

Dæmi eru um það erlendis að villt spendýr (t.d. minkar og refir) hafi greinst með fuglaflensu (H5N1) og því ættu veiðimenn villtra spendýra einnig að gæta sóttvarna við meðhöndlun þeirra.

 

Neysla fuglakjöts

Engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu matvæla, aðeins við mikið návígi við sjúka fugla. Fólk þarf þó ætíð að líta svo á að hrátt fuglakjöt geti verið mengað af sjúkdómsvaldandi örverum og meðhöndla skal kjötið með tilliti til þessa.

 

Gæta skal fyllsta hreinlætis við matreiðslu.

Halda hráu kjöti og líffærum aðskildum frá öðrum matvælum til að forðast krossmengun

Þvo oft hendur, þar á meðal fyrir og eftir meðhöndlun á hráu fuglakjöti Hreinsa vandlega menguð áhöld og vinnufleti með heitu sápuvatni og nota síðan sótthreinsiefni

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst