Kynningarfundur vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Klukkan 17.00 í dag verður kynningarfundur í Akóges sem Icelandic Land Farmed Salmon ehf. (ILFS) efnir til í samstarfi við Vestmannaeyjabæ, Á fundinum verða kynnt uppbyggingaráform ILFS á landeldi á laxi (matfiskaeldi) í Viðlagafjöru, austast á Heimaey. Eru allir velkomnir. Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögn […]
Sjávarútvegssýningin – Kíkt við hjá HD ehf.

Meðal Eyjamanna sem Eyjafréttir heimsóttu á Sjávarútvegssýningunni var Þorvaldur Tolli Ásgeirsson sem sér um sölu og markaðsmál hjá fyrirtækinu HD sem er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins í málmtækniþjónustu; vélbúnaði, tækniþjónustu og stálsmíði. Með honum var Jóhannes Steinar, þjónustustjóri – ástandsgreiningar. HD þjónustar mörg stærstu fyrirtæki landsins á sviði sjávarútvegs, stóriðju, matvæla, fiskeldis auk orku-og veitu. […]
Eyjafréttir áberandi á Sjávarútvegssýningunni

Eyjafréttir voru mjög sýnilegar á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í síðustu viku. Blaðinu dreift í hundruðum eintaka og heilsað upp á mörg fyrirtæki. Ekki síst var gaman að hitta Eyjafólk sem var áberandi hjá mörgum fyrirtækjum sem voru með bása á sýningunni. Eyjafréttir, sem í síðustu viku voru helgaðar sjávarútvegi í Vestmannaeyjum vöktu mikla athygli. Einstakt […]