Meðal Eyjamanna sem Eyjafréttir heimsóttu á Sjávarútvegssýningunni var Þorvaldur Tolli Ásgeirsson sem sér um sölu og markaðsmál hjá fyrirtækinu HD sem er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins í málmtækniþjónustu; vélbúnaði, tækniþjónustu og stálsmíði. Með honum var Jóhannes Steinar, þjónustustjóri – ástandsgreiningar.
HD þjónustar mörg stærstu fyrirtæki landsins á sviði sjávarútvegs, stóriðju, matvæla, fiskeldis auk orku-og veitu. Stærstu áfangar í uppbyggingu fyrirtækisins og stækkun á allra síðustu árum er samruni vélaverkstæðisins Hamars og tækniþjónustufyrirtækisins Deilis ehf. í Mosfellsbæ, auk þess sem fyrirtækin Vélar ehf. í Reykjavík og NDT ehf. á Akureyri voru sameinuð undir merkjum HD. Höfuðstöðvar HD eru í Kópavogi en starfsstöðvar eru einnig í Mosfellsbæ, Reykjavík, Grundartanga, Akureyri og Eskifirði.
Breitt þjónustusvið
Frá stofnun Hamars árið 1998 hefur það verið í forystuhlutverki í málmtækniþjónustu við almennan iðnað og sjávarútveg. Með áðurnefndum sameiningum undir merkjum HD hefur þjónustusviðið breikkað enn frekar. Meðal þjónustu sem HD veitir eru tæknilegar ástandsgreiningar véla og sívöktun vélbúnaðar, hönnun, framleiðsla og þjónusta við dælu- og lagnakerfi, titringsmælingar, sprunguleit og hljóðbylgjuprófanir, fyrirbyggjandi viðhald, viðhald á jarðgufutúrbínum og rafölum orkuvera, innflutningur á vél- og tæknibúnaði, uppsetningar, varahlutaöflun og önnur þjónusta. Þá býr HD yfir sérþekkingu á vélbúnaði fyrir sjávarútveg og fiskeldisfyrirtæki.
Sérhæfing og skjót þjónusta
Í gegnum sitt víðfeðma þjónustunet geta starfsmenn HD veitt viðskiptavinum sérhæfða þjónustu um land allt skjótt og örugglega. Hjá HD starfa um 180 manns á sex starfsstöðvum sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á helstu iðngreinum s.s. sjávarútvegi, stóriðju, virkjunum, veitufyrirtækjum, fiskeldi og matvælaframleiðslu, svo nokkrar séu nefndar. Starfsmenn HD búa að þjálfun í viðhaldi sérhæfðs vélbúnaðar og málmsuðumenn fyrirtækisins eru hæfisvottaðir fyrir suðuferla þar sem unnið er samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Markmið HD er að hámarka uppitíma í framleiðslu viðskiptavina og stuðla þannig að auknu rekstraröryggi og fyrirsjáanleika í rekstri þeirra.
Vélaverkstæði og sala vélbúnaðar
HD hefur yfir að ráða vel búnum vélaverkstæðum til að þjónusta viðskiptavini t.d. í málmsmíði, rennismíði, plötusmíði, smíði á sérhæfðum vélarhlutum, vökvatjökkum, viðgerðum á dælum og þannig mætti áfram telja. Fyrirtækið annast einnig innflutning, sölu, uppsetningu og viðhaldi á fjölbreyttum búnaði fyrir iðnað og sjávarútveg, t.d. dælum og rafmótorum, vélbúnaði til fiskimjölsframleiðslu, brúarkrönum, mælitækjum, mótorvörnum og ásþéttum. Þannig kappkostar HD að vera það bakland í þjónustu sem fyrirtæki í iðnaði og sjávarútvegi þurfa á að halda til að tryggja rekstur þeirra gangi snurðulaust og örugglega frá degi til dags.
Mynd: Þorvaldur Tolli Ásgeirsson og Jóhannes Steinar.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst