Hönnun íbúðabyggðar við Löngulág

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir áhugasömum fagaðilum til að vinna að hugmyndum fyrir heildar skipulag miðlægrar íbúabyggðar, samfélagsþjónustu og græns svæðis í hjarta Heimaeyjar. Svæðið sem um ræðir er kennt við Malarvöll og Löngulág. Valdir verða umsækjendur til að vinna að hugmynd fyrir heildar nýtingu og skipulag svæðisins. Sú tillaga sem þykir best verður þróuð áfram í […]
Andlát: Margrét Karlsdóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Karlsdóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum sunnudaginn 2. október 2022. Útförin verður gerð frá Landakirkju föstudaginn 7. október kl. 14 og streymt á vef Landakirkju, landakirkja.is Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða. Fyrir hönd aðstandenda Stefán Friðþórsson, Svala Sigurðardóttir […]
Ísfélagið – Líflegt í síldinni á Þórshöfn

Á Þórshöfn á Langanesi rekur Ísfélagið mjög öflugt frystihús þar sem unninn er bolfiskur og uppsjávarfiskur. Frá Þórshöfn er núna stutt á síldarmiðin og röð myndast í landanir. Álsey kláraði að landa 1000 m3 í gær og fór út um 15:00 og tók 360 tonn í fyrsta hali. Heimaey hóf löndun í gærkvöldi á 1050 […]
Umsóknafrestur fyrir Uppbyggingarsjóðs Suðurlands rennur út í dag

Opið er fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli […]
Veiðráðgjöf loðnu lækkar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400 000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. Ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir. Hlekkur á ráðgjöf. […]
Ungmenni frá Eyjum í landsliðum.

Þjálfarar yngri landsliða karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið en áætlað er að liðin æfi á höfuðborgarsvæðinu 12. – 16. okt. 2022. Í hópunum má finna fjölmarga unga og efnilega leikmenn frá ÍBV. Drengirnir sem um ræir eru þeir Morgan Goði Garner, Andri Erlingsson, Andri Magnússon, Elís Þór Aðalsteinsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, […]