Safnahelgi – Menningarveisla í tali, tónum, myndum og handbolta

Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og hefur verið árviss viðburður síðan. Fljótlega varð þetta að Safnahelgi, sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember sem nú er fram undan. Hefst hún á morgun, fimmtudag og stendur […]
Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í dag

Í dag, miðvikudaginn 2.nóvember, munu fermingarbörn ganga í hús hér í Eyjum kl. 17.00- 19.00, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Krakkarnir hafa fengið fræðslu um hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og fengið að kynnast aðstæðum sem fólkið í Eþíópíu býr við. Með þessu verkefni erum við minnt á sameiginlega ábyrgð allra á […]
Herjólfur IV í sjö ferða áætlun sunnudaginn

“Framkvæmdir ganga vel og eru á lokametrunum, skipið fór niður úr dokkinni í gærkvöldi og unnið er að lokafrágangi við bryggju í Hafnarfirði,” sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir en Herjólfur IV hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði síðan 10. október. Skipið verður komið til Vestmannaeyja á laugardaginn og þá fer […]
Auðurinn í drengjunum okkar

Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna […]
Þrír minnisvarðar í bígerð

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni og voru þar sex mál á dagskrá. Það sem gerir fundargerðina nokkuð merkilega að helmingurmálanna snéri að uppsetningu minnisvarða sem allir verða staðsettir á eða við hið svo kallaða Nýja Hrauni í Vestmannaeyjum. Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka Fyrir fundinum lágu drög að minnisvarða að tilefni 50 […]
Starfsmannabúðir við Helgafellsvöll

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni var tekin fyrir umsókn frá Braga Magnússyni fyrir hönd Icelandic Land Farmed Salmon ehf. þar var sótt um leyfi fyrir uppsetning starfsmannabúða þar sem áður voru búningsklefar við Helgafellsvöll sbr. meðfylgjandi gögnum. Ráðið samþykkti erindið en leggur áherslu á snyrtilega umgjörð í kringum starfsmannabúðirnar. Ráðið felur starfsfólki […]