ÍBV og Íslandsbanki endurnýja

Í dag var endurnýjaður styrktarsamningur milli ÍBV og Íslandsbanka. Á myndinni eru; frá ÍBV Magnús Sigurðsson, Davíð Þór Óskarsson og Sæunn Magnúsdóttir, formaður félagsins og Þórdís Úlfarsdóttir og Sigurður Friðriksson frá Íslandsbanka.   (meira…)

Brota­löm í ráðning­ar­ferli

Í lok síðasta mánaðar féll dómur í Héraðsdómi Suður­lands í máli Andrés­ar Þor­steins Sig­urðsson­ar sem stefnt hafði Vest­manna­eyja­bæ og Vest­manna­eyja­höfn og tapaði Andrés í mál­inu gegn bæn­um en í máli hans gegn Vest­manna­eyja­höfn var talið að brota­löm hefði verið í ráðning­ar­ferli í starf hafn­ar­stjóra, starfi sem Andrés sótti um en fékk ekki. Andrés sótti um […]

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á […]

Landsbankinn og GRV saman um gangbrautavörslu

Nemendur í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautavörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Þetta er frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd og gefur nemendum tækifæri að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. Þetta […]

Guðlaugur Þór fundar í Ásgarði

Í dag, fimmtudag, 3. nóvember, ætlar Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að sækja Eyjamenn heim en hann stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og síðast en ekki síst málefni Eyjamanna og kjördæmisins. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.