Markmannsþjálfarinn Mikkel áfram hjá ÍBV

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um eitt ár og kemur því til með að vera áfram markmannsþjálfari meistaraflokkanna á næstu leiktíð. Mikkel sem er 31 árs kom til félagsins fyrir síðustu leiktíð og sinnti starfi markmannsþjálfara meistaraflokks karla og kvenna, auk þess var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Mikil ánægja […]
Erna Kristín framlengir

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur til með að leika með ÍBV í Bestu deildinni árið 2023. Kristínu þarf vart að kynna fyrir Vestmannaeyingum en hún hefur leikið 297 KSÍ leiki á ferlinum og langflesta þeirra fyrir ÍBV. Hefur skorað í þeim 149 mörk og skoraði […]
Sighvatur snýr aftur í Eyjaflotann

Þau voru ekki beint hefðbundin morgunverkin hjá starfsmönnum Hafnareyrar þennan morguninn þeir unnu að því að festa skilti á skip sem lengi hefur borið nafnið Kap. KAP VE-4 skiptir nú um nafn og númer og verður hér eftir Sighvatur Bjarnason VE-81. Þar er um að ræða kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar. […]
Áslaug Arna – Störf í nýju ráðuneyti óháð staðsetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tyllti niður tá með skrifstofu sína í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar. Kom hún sér fyrir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þar sem hún tók á móti gestum., auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki. Áslaug Arna hefur sett upp skrifstofu víða á landsbyggðinni og vill með því stytta boðleiðir um […]
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2022. Úthlutað verður kr. 1.600.000 í styrki þetta árið. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember næstkomandi […]
Sito kveður ÍBV

Spænski sóknarmaðurinn Sito leikur ekki með karlaliði ÍBV í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann gekk fyrst í raðir ÍBV tímabilið 2015 en skipti svo yfir til Fylkis sumarið eftir. Sito lék svo með Grindavík sumarið 2018 en skipti svo aftur til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hafði leikið með Eyjamönnum undanfarin þrjú tímabil. Alls á […]