Fótbolti – Guy Smit í markið hjá ÍBV

Markvörðurinn Guy Smit hefur verið lánaður til ÍBV frá Val út keppnistímabilið 2023. Guy er 26 ára gamall Hollendingur sem lék með Val á síðustu leiktíð en Leikni Reykjavík tímabilin tvö þar áður. Hann hefur þó leikheimild með ÍBV í leikjum gegn Val, þrátt fyrir að vera á láni þaðan. Hann hefur vakið mikla athygli […]
Skoða úrbætur á snjómokstri

Snjómokstur var til umræðu á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnarráðs. Yfirferð á núverandi verkferlum varðandi snjómokstur og næstu skref til að endurskoða verkferla voru meðal þess sem rætt var. Í niðurstöðu um málið felur ráðið framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að fara yfir verkferla með þjónustumiðstöð, verktökum, forstöðumönnum stofnanna bæjarins til að laga og koma með […]
Skipa starfshóp til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið þar var meðal annars tekin ákvörðun um skipun starfshóps til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra. Í starfshópnum sitja formaður framkvæmda- og hafnarráðs, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs. (meira…)
30 flóttamenn á leið til Eyja

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Fyrir liggja drög að samningi frá Vinnumálastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða allt að 30 umsækjendur sem eru væntanlegir til Vestmannaeyja á næstu vikum og mánuðum. Í samningum er mælt fyrir um lágmarksþjónustu sem á […]