Eldheimar – Tónleikar hefjast eftir handboltann

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að byrja tónleikana á föstudagskvöldið, Við sem eftir erum – Sögur og söngvar í ELDHEIMUM uppúr kl 21:00 í stað 20:30 eins og upphaflega var auglýst. Húsið verður opnað kl 20:30 Einnig er hægt er að nálgast miða alla daga frá kl. 13:30 til 16:30. Allar frekari upplýsingar í 4882700. […]
Vestmannaeyjabær tekur ekki þátt í endurnýjun á eldhúsi í Noregi

Fyrir bæjarráði lá í vikunni erindi frá Íslendingafélaginu í Osló. Erindi félagsins er að kanna hvort Vestmannaeyjabær hafi möguleika og vilja til að veita félaginu stuðning, annaðhvort með fjárstyrk eða á annan hátt. Styrkurinn færi í endurnýjun á eldhúsi Íslendingafélagsins við Norefjell, þar sem á þessu ári eru 50 ár frá móttöku barna frá Vestmannaeyjum […]
Nýting flugsæta um 60%

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um gang flugsamgangna til Vestmannaeyja eftir að Flugfélagið Ernir hóf reglulegar flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélaginu Erni hefur nýting flugsæta verið um 60%. Bæjarráð þakkar í niðurstöðu sinni fyrir upplýsingarnar og hvetur bæjarbúa, fyrirtæki og íþróttafélög til þess […]
Bráðabirgðatillögur kynntar í stefnumótun um sjávarútveg

Starfshópar í verkefninu Auðlindin okkar hafa skilað bráðabirgðatillögum til matvælaráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og fjóra starfshópa þann 31. maí sl. Markmiðið með verkefninu Auðlindin okkar hefur frá byrjun verið að auka sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem gætt er að umhverfissjónarmiðum, þar sem verðmætin eru hámörkuð og þar sem dreifing verðmætanna er […]
Í þágu 12-18 mánaða barna verður skóladagur þeirra styttur til kl. 15:00 frá næsta hausti

Fyrir fræðsluráði lá tillaga frá faghópi um gæðastarf og viðmið í leikskólum þess efnis að skóladagur yngsta aldurshóps í leikskólum sveitarfélagsins, þ.e. 12-18 mánaða, verði styttur þannig að börnin verði allajafna ekki lengur en til kl. 15:00 dag hvern í leikskólanum. Það er mat faghópsins að langur skóladagur þessa yngsta hóps er þeim íþyngjandi og […]