Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um gang flugsamgangna til Vestmannaeyja eftir að Flugfélagið Ernir hóf reglulegar flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélaginu Erni hefur nýting flugsæta verið um 60%.
Bæjarráð þakkar í niðurstöðu sinni fyrir upplýsingarnar og hvetur bæjarbúa, fyrirtæki og íþróttafélög til þess nota flugsamgöngur á ferðum sínum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst