Fótbolti – Breki áfram hjá ÍBV

Knattspyrnumaðurinn og Eyjamaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Breki er 24 ára sóknarmaður sem hefur leikið með ÍBV upp alla flokkana en einnig spilað átta leiki og skorað sex mörk með KFS. Hjá ÍBV á Breki að baki 55 leiki þar sem hann hefur skorað sex mörk, Breki […]

Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum

Mánudaginn, 23. janúar minnumst við þess að 50 ár eru frá upphafi goss á Heimaey. Í tilefni af þessum atburðum verður opnuð sýning í Einarsstofu í dag undir yfirskriftinni “Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum.” Meðal þess sem er til sýnis er frægasta málverks Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi […]

Grímur Hergeirsson skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi

Dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl nk. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Jafnframt því hefur hann gegnt starfi sínu sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum hefur nú verið auglýst og er umsóknarfrestur til 4. febrúar. Skipað verður í þá stöðu […]

6.600 tonn af kolmunna á land á fjórum sólarhringum

Kolmunnavinnsla fer í gang með miklu trukki í þetta sinn. Í Fiskimjölsverksmiðju VSV var byrjað að bræða kolmunnann síðastliðinn sunnudag og þar á bæ hafa menn tekið við alls 6.600 tonnum á fjórum sólarhringum. Á forsíðumyndinni eru fyrstu mjölsekkir vertíðarinnar komnir í geymslu. Færeyska skipið Tróndur í Gøtu landaði 2.100 tonnum og á eftir fylgdu VSV-skipin Gullberg […]

Eyjanótt – Streymi opið í 48 tíma

Eyjanótt, stórtónleikar í Hörpu  á laugardagskvöldið verða í beinu streymi hjá Sjónvarpi Símans og Vodafone. „Ekki er víst að allir geti horft á streymið á laugardagskvöldið enda margt í boði. Þeir sem kaupa sér aðgang fyrir tónleikana hafa aðgang að þeim í 48 klukkutíma. Það er því hægt að njóta þeirra á sunnudaginn eða seinna […]

22% aukning í farþegafjölda milli ára

Meðal þess sem var á dagskrá á fundi bæjarstjórnar í gær vat Umræða um samgöngumál.Árið 2022 flutti Herjólfur alls 412.857 farþega, sem er 22% aukning milli ára og rúmlega 57.000 fleiri farþegar en fluttir voru með Herjólfi árið 2019, sem þá var metár farþegaflutninga með Herjólfi á einu ári. Nýting Landeyjarhafnar hefði getað verið betri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.