Knattspyrnumaðurinn og Eyjamaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Breki er 24 ára sóknarmaður sem hefur leikið með ÍBV upp alla flokkana en einnig spilað átta leiki og skorað sex mörk með KFS.
Hjá ÍBV á Breki að baki 55 leiki þar sem hann hefur skorað sex mörk, Breki átti stóran þátt í því er ÍBV vann sér sæti í Bestu deildinni árið 2021 með því að enda í 2. sæti Lengjudeildarinnar. Þar skoraði hann fjögur mörk sem öll komu í sigurleikjum frá lok júlí fram í byrjun september.
Fyrsti leikur Breka með ÍBV kom í maí 2017 er Breki skoraði tvívegis gegn KH í Borgunarbikarnum en það árið varð ÍBV bikarmeistari. Fyrsti deildarleikur Breka með ÍBV kom í júlí 2018 og fyrsta deildarmarkið í 3:2 sigri á ÍA ári seinna.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir liðið og hlökkum við til samstarfsins!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst