The volcano: Rescue from Whakaari

Vestmannaeyjar-13.jpg

– Eftir Georg Eið Arnarson Eða Hvítu eyju, var vinsælasta Netflix myndin um síðustu jól, en myndin fjallar um eina virkustu sprengigoseyju í heiminum og samt þá staðreynd að þangað voru túristaferðir daglega fram að 9. des. 2019, en þá gerðist það að gígurinn á eyjunni sprengir. Þó að þetta standi aðeins yfir í ca. […]

Forsetinn leit víða við

Guðni Th. Jóhannesson, forseti kom víða við í heimsókn sinni til Vestmannaeyja 23. og 24. janúar en stóra tilefnið var að þann 23. janúar var þess minnst að 50 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins 1973. Guðni var viðstaddur minningarfund bæjarstjórnar í viðhafnarsal Ráðshússins þar sem hann ávarpaði fundinn. Heimsótti Framhaldsskólann og dagdvöl aldraðra á Hraunbúðum […]

Fróðleikur um Vestmannaeyjastreng

Landsnet birti rétt í þessu áhugavert myndband um rafmagnsstrengin til Vestmannaeyja og þær áskoranir sem eru fyrir hendi þegar kemur að viðgerð á strengnum. Ljóst er að ekki er um einfalt mál er að ræða þar sem strengurinn gæti verið á of litlu dýpi sem yrði til þess að fækja viðgerðina. Sjón er sögu ríkari. […]

Eyjafréttir komnar út – Fjölbreytt efni

Þriðja tölublað Eyjafrétta er komið út og er komið eða er á leiðinni til áskrifenda í Eyjum og á fastalandinu. Það er fjölbreytt að efni að vanda. Örlagadeginum, 23. janúar sl. þegar 50 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins er gerð góð skil í blaðinu.  Athöfnin í Eldheimum er eftirminnileg þar sem forseti Íslands, forsætisráðherra og […]

Ný loðnuveiðiráðgjöf hækkar um 57.300 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022/23 verði ekki meiri en 275 705 tonn, sem þýðir 57 300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dagana 23.-30. janúar (732 […]

Minningargrein: Magnús Guðjónsson

Ég er búin að þekkja Magnús Guðjónsson síðan ég man eftir mér. Hann ólst upp á Reykjum við Vestmannabraut í Eyjum. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson og Bergþóra Jónsdóttir. Afi minn, Guðjón Jónsson frá Hlíðardal og Bergþóra móðir hans Magga voru systkini. Daglegur samgangur og mikil vinátta var á milli fjölskyldnanna í Hlíðardal og á […]

Tvær dagskrár framundan um helgina í Safnahúsinu

Þrátt fyrir að vetur konungur sé nú á hátindi veldis síns viljum við í Safnahúsinu halda ótrauð áfram með sýningar og dagskrár. Mikið verður því um að vera um komandi helgi. Handverkssýning á laugardaginn 3. febrúar kl. 16:00 í Einarsstofu Fjöldi hagleiksmanna og –kvenna er að finna hér í Vestmannaeyjum. Fyrir fáeinum árum auglýstum við […]

Andlát: Kolbrún Ingólfsdóttir

Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Kolbrún Ingólfsdóttir, Stelkshólum 6, Reykjavík Lést 31. janúar á Landspítalanum Hringbraut. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 13:00. Birna Dögg Gränz – Sigurjón Valberg Carl Gränz – Guðrún Ósk Gunnarsdóttir Sonja Gränz Ólafsdóttir – Sigurður Ólafsson Barnabörn og langömmubarn. (meira…)

Skipt­ing afla­heim­ilda á strandveiðum grund­vall­ist á fjölda báta

Drög að frum­varpi um svæðis­skipt­ingu strand­veiða hef­ur verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Mat­vælaráðuneytið kveðst hafa tekið til­lit til fram­kom­inna at­huga­semda. „Fyr­ir­hugað er að skipt­ing afla­heim­ilda [milli strand­veiðisvæða] grund­vall­ist á fjölda báta sem skráður er á hvert svæði fyr­ir sig á hverju ári. Þannig verði þeim afla­heim­ild­um sem eru til ráðstöf­un­ar skipt jafnt enda sé jafn­ræði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.