Eygló ehf opnar fyrir sölu inn á ljósleiðaranet sitt

Eygló ehf, hefur sent þeim fjarskiptafélögum á heildsölumarkaði sem óskað hafa eftir því að fá að selja inn á kerfi félagsins, fyrsta listann yfir þau heimili í Vestmannaeyjum sem eru klár í að tengjast ljósleiðarakerfi Eyglóar. Það eru Dverghamar 15 – 41 sem koma fyrst inn á kerfið. Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfan sem […]
Síðustu atriðin kynnt á Hljómey
Þann 28. apríl nk. verður haldin tónlistarhátíðin Hljómey í Vestmannaeyjum. Hátíðin fer fram á 11 heimilum víðsvegar um miðbæ Vestmannaeyja og 15 atriði koma fram. Þá er komið að kynna síðustu fjögur atriðin á tónlistarhátíðinni Hljómey. En þau eru Júníus Meyvant, Tríó Þóris, Hrossasauðir og Blítt og Létt. Auk þeirra sem taldir voru upp hér […]
Krakkar kynnast loðnu
Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin. Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum! Krakkarnir voru leystir út með nammi – […]
Vantar 50 leikskólapláss á næstu árum

Umsóknir í leikskóla og staða inntökumála var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir minnisblað um áætlaða leikskólaþörf næstu þrjú árin. Þar kom meðal annars fram að Kirkjugerð og Sóli taka til samans um 200 börn. Miðað við stærð árganga í dag og áætlun um 60 barna árganga […]
Takk fyrir að njóta gleðinnar með okkur
Kæru vinir Okkar bestu þakkir fyrir mig í tilefni 50 ára afmælisins. Takk fyrir að njóta gleðinnar með okkur, takk fyrir gjafir og framlög ykkar á styrktarreikning þjónustukjarnans sem við í Kjarnanum eigum eftir að njóta. Þóra Magnúsdóttir og fjölskylda (meira…)
Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Gagngerar breytingar verða gerðar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt tillögum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar miða að því að styrkja jöfnunarhlutverk sjóðsins og mæta miklum breytingum sem hafa orðið í samfélaginu. Í samráðsgátt eru hvort tveggja til umsagnar drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til […]