Stelpurnar tryggðu sæti í úrslitaleik
ÍBV sigraði Selfoss í kvöld og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir það tók ÍBV yfir leikinn og voru úrslitin nánast ráðin í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV var níu mörkum yfir. Hilmar Ágúst Björnsson þjálfari ÍBV, rúllað vel á liðinu og gefið lykil […]
Breki VE kominn úr velheppnuðu togararalli

Togarinn Breki kom í nótt til Vestmannaeyja eftir að hafa skilað sínum hlut í vorralli Hafrannsóknastofnunar, stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum. Nokkur skip taka þátt í verkefninu hverju sinni og toga á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar […]
Samkeppni um nýtt merki hafnarinnar

Framkvæmda- og hafnarráð í samstarfi við 50 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar efna til hönnunarsamkeppni um merki hafnarinnar. Vestmannaeyjahöfn nýtir í dag merki Vestmannaeyjabæjar. Meginkrafa er að ,,Vestmannaeyjahöfn“ og „Port of Vestmannaeyjar“ komi fyrir í eða við merkið. Tillögum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunni […]
Allt undir í kvöld – Laust í rútuferðir

ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld í Laugardalshöll kl.20:15. ÍBV liðið er fyrir fram talið mun sigurstranglegra en það getur allt gerst í bikarkeppni. Að sögn Vilmars Þórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV er enn laust í rútuferðir á leikinn. “Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna. Það er mögulegt er […]
ÍBV í undanúrslitum Lengjubikarsins

ÍBV tók síðasta sætið í undanúrslitum A-deildar Lengjubikarsins eftir að liðið vann góðan 3-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í gærkvöld. Eyjamenn unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Eyjamenn vinna því riðilinn með fullt hús stiga eða 12 stig og eru komnir í undanúrslit. Frammistaða Blika vonbrigði á meðan Eyjamenn líta vel út. ÍBV […]