ÍBV sigraði Selfoss í kvöld og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir það tók ÍBV yfir leikinn og voru úrslitin nánast ráðin í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV var níu mörkum yfir.
Hilmar Ágúst Björnsson þjálfari ÍBV, rúllað vel á liðinu og gefið lykil leikmönnum hvíld enda úrslitaleikur framundan gegn sterku liði Vals á laugardaginn klukkan 13.30. Selfoss stelpur gáfust ekki upp og kláruðu leikinn með sæmd og úr varð þriggja marka sigur ÍBV 29-26.
Markahæst í liði ÍBV var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með sjö mörk þá skorðu þær Sunna Jónsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir fjögur mörk hver. Marta Wawrzynkowska varði 14 skot og var með 42% markvörslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst