Óvenju mikið sandfok í austanrokinu síðustu daga

Austanrokinu síðustu daga hefur fylgt mikill mökkur af sandi og meiri en venjulega. Sjást þess merki í Vestmannaeyjum, á húsum, bílum og ekki síst rúðum húsa sem eru mattar af ryki og mold. Það er ekki nýtt að rykmökkur fylgi hörðum og þurrum austanáttum en sjaldan eins og núna. Sumir hafa bent á framkvæmdir á […]
Þörf á töluverðu viðhaldi á Kirkjugerði

Bæjarráð fundaði í vikunni þar sem einungis eitt mál var á dagskrá. Á fundinn voru jafnframt boðaðir bæjarfulltrúar, fulltrúar í fræðsluráði, framkvæmdastjórar sviðanna þriggja, leikskólastjóri Kirkjugerðs og fræðslufulltrúi. Bæjarráð ræddi húsnæði Leikskólans Kirkjugerðis. Ljóst er að skólinn þarfnast töluverðs viðhalds. Verkfræðistofan Mannvit var fengin til þess að taka húsnæðið út og hefur hann skilað drögum […]
Mikilvægur leikur hjá stelpunum
Það er skammt stórra högga á milli hjá handbolta stelpunum en leikmenn KA/Þórs eru komnar til Eyja og leika við nýkrýnda bikarmeistara ÍBV í kvöld í viðureign sem tilheyrir 15. umferð Olísdeildar sem að öðru leyti fór fram í byrjun febrúar. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17.30. Stelpurnar geta með sigri […]
Skipin fyllt á einum og hálfum til tveimur sólarhringum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á miðvikudag og aftur á sunnudag. Í fyrri túr skipanna var mest af ýsu og þorski ásamt kola en í seinni túrnum var mest af ýsu, þorski og ufsa. Skipstjórar skipanna eru afar sáttir við gang veiðanna. Jón Valgeirsson á Bergi segir að veiðin […]