Stærsti kaupsamningur í sögu Vestmannaeyja
Í dag var undirritaður samningur um framkvæmd yfirtöku Vinnslustöðvarinnar á útgerðarfyrirtækinu Ósi ehf. og fiskvinnslufyrirtækinu Leo Seafood ehf., félögum í eigu Sigurjóns Óskarssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, og fjölskyldu hans. Samningur um kaupin var gerður í janúar með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin skilaði niðurstöðu í dymbilvikunni og gerði engar athugasemdir. Það gerði Fiskistofa heldur ekki. Fram kom […]
Enn og aftur ekkert flug til Eyja

Eftir nokkurt hlé hóf Flugfélagið Ernir flug til Vestmannaeyja um miðjan desember sl. samkvæmt samkomulagi við innviðaráðuneytið. Flogið var þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Fyrsta flugið var föstudaginn, 16. desember og það síðasta í dag, föstudaginn 14. apríl. „Samningurinn var til 31. mars 2023, en bæjarstjóri óskaði eftir […]
Hlutverk deildarstjóra í leikskólum
Eyja Bryngeirsdóttir, leikskólastjóri Kirkjugerðis, var með frábært erindi fyrir allt starfsfólk leikskólanna miðvikudaginn 12. apríl sl. og var það liður í endurmenntunaráætlun skólaþjónustu. Erindið var byggt á meistararitgerð hennar Deildarstjórar í leikskólum: ákvarðanataka, vald og samskipti við aðra stjórnendur. Við gerð ritgerðarinnar skoðaði Eyja störf deildarstjóra og þá sérstaklega hvernig þeir leysa erfið starfsmannamál, hvernig þeir […]
Úrslitakeppni karla hefst á morgunn

ÍBV mætir Stjörnunni í 8 liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn á morgunn laugardag kl.14:00, heima í Eyjum. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur!. Frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri/iðkendur ÍBV. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Fyllum Íþróttamiðstöðina af hvítum treyjum og hvetjum okkar menn til sigurs! Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar! (meira…)