Eyjakonur tryggðu sér sæti í úrslitum
Haukakonur sýndu það í kvöld að það var engin tilviljun að þær voru mættar í fjórða leikinn í undanúrslitunum gegn ÍBV í Eyjum í kvöld. Á heimavöll Eyjakvenna sem er sá sterkasti í handboltanum í dag. Þær höfðu í fullu tré við heimakonur og eftir jafnan leik þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í […]
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Í morgun kom fyrsta skemmtiferðaskipið til Vestmannaeyja þetta sumarið, þegar Sea Spirit lagðist að bryggju. Um borð í skipinu eru 112 farþegar og 73 í áhöfn. Á heimasíðu Vestmannaeyjahafnar má sjá allar bókanir sumarsins. (meira…)
Sendiherra Kína kíkti í heimsókn

Fyrir síðastliðna helgi átti sendiherra Kína, He Rulong og eiginkona hans Mme SHen Ting fund með Írisi Róbertsdóttir bæjarstjóra og Angantý Einarssyni framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Á fundinum var m.a. rætt um Ísland og Kína, Beluga hvalina, Puffin Run og eldgosið á Heimaey árið 1973. Fundurinn var góður og ánægjulegur. (meira…)
Oddaleikur ÍBV-Hauka í dag

Oddaleikur ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram kl.18:00 í dag. Sæti í úrslitaeinvíginu gegn Valskonum er undir. Upphitun fyrir leik hefst kl. 16:45, grillaðir verða borgarar og stemmingin keyrð í gang. (meira…)