Haukakonur sýndu það í kvöld að það var engin tilviljun að þær voru mættar í fjórða leikinn í undanúrslitunum gegn ÍBV í Eyjum í kvöld. Á heimavöll Eyjakvenna sem er sá sterkasti í handboltanum í dag. Þær höfðu í fullu tré við heimakonur og eftir jafnan leik þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í stöðunni 22:22.
Hrafnhildur Hanna fór fyrir Eyjakonum í markaskorun í leiknum og Marta stóð sig frábærlega í markinu. Í framlengingu voru það ungu konurnar; Harpa Valey og Elísa sem stigu upp og gerðu út um leikinn sem endaði 27:23.
Hrafnhildur Hanna skoraði 9 mörk, Harpa Valey 5, Elísa 5, Ásta Björt 3, Sunna 3 og Karolina og Sara 1. Marta varði 21 skot, þar af 3 víti. Geri aðrar betur.
ÍBV mætir Val í úrslítum.
Eyjakonur höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst