Ljúka viðgerðunum um mitt sumar
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi á fundi bæjarráðs í gær frá fundi fulltrúa Vestmannaeyjabæjar með fulltrúum Landsnets þann 28. apríl sl., um stöðu undirbúnings að viðgerð á rafmagnsstreng til Vestmannaeyja sem bilaði í janúar sl. Undirbúningurinn er vel á veg kominn og áform um að ljúka viðgerðunum um mitt sumar ættu samkvæmt Landsneti að ganga eftir. […]
Áframhaldandi starfsamningur við ÍBV
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags undirrituðu áframhaldandi samstarfsamning milli bæjarins og félagsins í vikunni. Frá þessu er greint í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. “ÍBV skiptir samfélagið í Eyjum miklu máli. Félagið heldur úti öflugu íþróttastarfi og auk þess heldur ÍBV íþróttafélag fjóra stóra viðburði á ári hverju; þjóðhátíð, tvo stór fótboltamót […]
Þrýsta á nýja vatnslögn

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs sem fram fór í gær. Þar kom fram að starfshópur, sem skipaður er fulltrúum Vestmannaeyjabæjar um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, hefur átt í viðræðum við fulltrúa HS veitna, um undirbúning að lagningu nýrrar vatnslagnar. Jafnframt hefur Vestmannaeyjabær átt í viðræðum við innviðaráðuneytið um fjárhagslega aðkomu […]
Samþykkja hækkun og gera kröfu að rekstur félagsins sé sjálfbær
Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær, en á síðasta fundi ráðsins, sem haldinn var þann 4. maí sl., var ákveðið að fresta afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs ohf. þar óskað var eftir samþykki bæjarráðs á hækkun gjaldskrár Herjólfs. Ákvað bæjarráð að óska eftir fundi með fulltrúum stjórnarinnar til þess að ræða […]
Fjárfest í sól og betri lífsgæðum

Laugardaginn 13. maí mun Novus Habitat halda kynningarfund á Hótel Vestmannaeyjar þar sem hægt verður að fræðast um allt sem máli skiptir varðandi fasteignakaup á Spáni og Tenerife. Fundurinn fer fram á milli kl. 12 og 14. Íslendingar hafa í auknum mæli fjárfest í fasteignum við Miðjarðarhafið, þar sem njóta má veðurblíðu nánast allan ársins […]