Hvatningarverðlaun og samningar vegna Þróunarsjóðs

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs voru afhent þann 15. maí við háðtíðlega athöfn í Einarsstofu. Við sama tækifæri voru samningar undirritaðir við þá sem hljóta styrki úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Aníta Jóhannsdóttir, formaður fræðsluráðs, afhenti verðlaunin og undirritaði samningana fyrir hönd fræðsluráðs. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs voru afhent í fjórða sinn en markmiðið með þeim er að vekja athygli […]
Skóladagur Barnaskólans

Skóladagur Barnaskólans verður haldin á morgun miðvikudag milli kl. 17.00-19.00 Kaffisala, þrautir og alls konar húllumhæ verður til staðar og allir eru velkomnir. (meira…)
Áhrif verkfalls á starfsemi stofnana í Vestmannaeyjum

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa nokkur aðildarfélög BSRB boðað til verkfalls vegna vinnudeilna í tengslum við gerð kjarasamninga. Þessar aðgerðir hafa m.a. áhrif á tvær stofnanir Vestmannaeyjabæjar, þ.e. Leikskólann Kirkjugerði og Vestmannaeyjahöfn. Stavey, Starfsmannafélag Vestmannaeyja, hefur boðað til verkfalls hjá félagsmönnum sínum í fyrrgreindum stofnunum. Náist ekki samkomulag milli viðsemjenda munu verkföllin […]
Erfitt veður til veiða

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í gær. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Vestmannaey hafi verið með 70 tonn og Bergur með 50 tonn af blönduðum afla. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veður hafi gert mönnum erfitt fyrir. „Veðrið var leiðinlegt, þetta var einfaldlega vetrarveður sem stríddi okkur töluvert. Við […]
Annar leikur ÍBV og Vals í úrslitaeinvíginu kl. 18.00 í dag
Kvennalið íBV heimsækir Valskonur í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í dag kl. 18.00 í Origo – Höllinni. Í fyrsta leik liðanna sigraði Valur og því afar mikilvægt að stelpurnar sæki sigur á útivelli. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)