Bikarinn á loft í Eyjum á föstudaginn?

Einbeitning, sjálfstraust, leikgleði og einbeittur vilji var lykillinn að sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 26:29. Heilt yfir var leikurinn nokkuð jafn og í hálfleik skildu aðeins tvö mörk liðin að, 11:13 fyrir ÍBV. En eins og svo oft áður átti ÍBV síðustu mínúturnar skuldlausar. Rúnar Kárason var fremstur meðal jafningja með 11 […]
Ellert Scheving ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags

Ellert Scheving hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Hann mun hefja störf nú þegar en Haraldur verður honum til halds og trausts til mánaðarmóta þegar hann lætur af störfum. Þetta staðfesti Sæunn Magnúsdóttir formaður aðalstjórnar ÍBV við Eyjafréttir. Það vekur athygli að Ellert var kynntur sem til starfa sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV um miðjan síðasta […]
Fótbolti úti í Eyjum – Nýtt lag eftir Jón Jónsson

Jón Jónsson hefur samið lag fyrir fótboltamótin í Vestmannaeyjum og er það komið inn á Spotify, hægt að hlusta hér: https://open.spotify.com/album/1jawUcb0Qfxj9vfAnjkx6A… Í tilkynningu frá Orkumótinu eru keppendur hvattir til að læra textann áður en þeir koma, til að geta sungið með þegar Jón mætir á kvöldvökuna til að frumflytja lagið. Textan má lesa hér að […]
Veiðigjald – Þrefaldast – Vestmannaeyjar borga mest

„Alls greiddu útgerðir um 1.852 milljónir króna í veiðigjald vegna veiða í mars. Vafalaust hafa tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi aldrei verið meiri í einum mánuði. Þetta er þreföld sú fjárhæð sem útgerðir greiddu fyrir veiðar í mars í fyrra, en þá nam heildarfjárhæð veiðigjaldsins 617 milljónum króna.“ „Þetta kemur fram á radarinn.is þar sem segir […]
Rekstrarkostnaður leikskólaplássa aukist verulega milli ára

Á fundi Fræðsluráðs Vestmannaeyja var farið yfir umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála. Framkæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusvið fór yfir vinnuskjal með upplýsingum um rekstararkostnað leikskólaplássa sem hefur aukist verulega milli ára, m.a. vegna fjölgunar barna í yngsta aldurshópi. Jafnframt fór hann yfir kostnaðartölur við leikskólavist hvers árgangs. Ráðið óskar eftir því að það verði útfært […]
Úrslitaeinvígið heldur áfram í dag

Annar leikur í úrslitaeinvígi ÍBV og Hauka fer fram í dag kl. 18.00 á Ásvöllum í Hafnafirði. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Eyjum á laugardaginn síðastliðinn þar sem ÍBV sigraði Hauka 33-27 eftir kaflaskiptan leik. Staðan í hálfleik var jöfn 14:14. Okkar menn sýndu gríðarlegan mikinn karakter og snéru leiknum alveg á hvolf með […]