Langþráður sigur Eyjamanna

Eftir góðan dag í gær þegar ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta karla er það góð viðbót að Eyjamenn höfðu betur gegn HK á Hásteinsvelli í dag 3:0. Kærkominn sigur eftir fimm tapleiki í röð. Þar með er ÍBV með níu stig og hoppar úr fallsæti í það níunda. Mörk ÍBV skoruðu Sverrir Páll Hjaltested, Eyþór […]
Sjómannadagsblað Eyjafrétta komið út
Blað Eyjafrétta sem kemur út í dag er eðlilega helgað sjómannadeginum sem er þessa helgi. En þar er líka að finna annað efni eins og skólaslit Framhaldsskólans í máli og myndum og handboltann. Af öðru efni má nefna strákana á Dala Rafni sem fækkuðu fötum til styrktar góðu málefni, Hafsteinn Guðnason skipstjóri segir sögur úr […]
Bergvin Haraldsson ráðinn yfirþjálfari
ÍBV hefur ráðið Bergvin Haraldsson sem yfirþjálfara í handbolta í yngri flokkum ÍBV. Hann hefur verið þjálfari hjá félaginu síðastliðin 10 ár og hefur þjálfunargráðu HSÍ – B Bergvin útskrifast í sumar sem Íþróttafræðingur með B.Sc gráðu úr Háskólanum í Reykjavík. (meira…)
Emmsjé Gauti frumflutti Þjóðhátíðarlagið

Emmsjé frumflutti og sagði frá Þjóðhátíðarlaginu í Brennslunni í morgunn. Hlusta má á þáttinn og lagið hér. Lagið hefst á mínútu 08.05. (meira…)
Strákarnir taka á móti HK í dag
ÍBV tekur á móti HK í tíundu umferð Bestu deildarinnar á Hásteinsvelli í dag kl 18.00. ÍBV er í neðsta sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. ÍBV tapaði 2-1 gegn Fylki í síðustu umferð á loka mínútum leiksins. Strákarnir þurfa á stuðningi að halda. Mætum á völlinn og styðjum ÍBV til sigurs. (meira…)
Hægt á veiðum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudag. Veiðiferðin var stutt hjá báðum, vel aflaðist en veður var hins vegar ekki hagstætt. Afli beggja skipa var blandaður en mest var af þorski. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veiðiferðin hafi einkennst af flótta undan veðri. „Við byrjuðum á […]