Vinnslustöðin og Huginn höfðu betur

„Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja millj­arða króna skaðabóta í tveim­ur mál­um sem Hug­inn VE-55 og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um ráku vegna tjóns, sem út­gerðirn­ar urðu fyr­ir við út­gáfu mak­ríl­kvóta á liðnum ára­tug. Útgerðirn­ar byggðu kröf­ur sín­ar á því að ríkið væri skaðabóta­skylt, þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un […]

Kveikjum neistann, frábærar niðurstöður

Kveikjum neistann rannsóknar- og þróunarverkefnið við Grunnskóla Vestmannaeyja er byggt á sterkum rannsóknum og kenningum virtra fræðimanna um nám og færniþróun. Það er Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ, með aðkomu SA, sem leiðir verkefnið en þar er prófessor Hermundur Sigmundsson ábyrgðarmaður. Nú liggja fyrir niðurstöður í lestrarfærni og það má með sanni segja […]

Stuð á Stakkó (myndir)

Árleg danssýning Grunnskóla Vestmannaeyja fór fram á Stakkagerðistúni nú fyrir hádegið en eftir sýninguna fóru fram formleg skólaslit hjá GRV. Nemendur hafa verið að æfa fyrir sýninguna í allan vetur undir stjórn Emmu Bjarnadóttur og var afraksturinn glæsilegur. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar nemendur dönsuðu sig í sumarfrí.   (meira…)

Takk fyrir góðan vetur og njótið sumarsins

Þá er enn eitt skólaárið búið og nemendur komnir í kærkomið sumarfrí. Skólanum var slitið með dansi og gleði á Stakkó og það var gaman fyrir nemendur að fá að kveðja skólaárið með þessum hætti. Það er gott að geta litið yfir þetta skólaár sem er að klárast og hugsað til þess að það var […]

Minningargrein: Jóhannes Wirkner Guðmundsson

xr:d:DAEmRd78-MI:141,j:2326501770122434746,t:23060608

Jóhannes Wirkner Guðmundsson F.28.10.1958 D.27.05.2023 Jóhannes Wirkner Guðmundsson fæddist í Keflavík 28. október 1958. Hann lést 27. maí 2023. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason og Ingibjörg Friðriksdóttir. Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar er Ásta Katrín Ólafsdóttir fædd í Vestmannaeyjum 25. desember 1958. Foreldrar hennar voru Ólafur Oddgeirsson og Ragna Lísa (Góa) Eyvindsdóttir. Börn Jóhannesar og Ástu Katrínar […]

ÍBV mætir Keflavík

ÍBV mætir Keflavík í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. ÍBV er með sex stig eftir sex umferðir og situr í næst neðsta sæti deildarinnar. Keflavík er í sæti ofar með sjö stig. Jonathan Glenn fyrrum þjálfari ÍBV leiðir lið Keflavíkur. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á HS Orku vellinum í kvöld. Leikurinn […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.