Vinnslustöðin og Huginn höfðu betur

„Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja milljarða króna skaðabóta í tveimur málum sem Huginn VE-55 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ráku vegna tjóns, sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug. Útgerðirnar byggðu kröfur sínar á því að ríkið væri skaðabótaskylt, þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun […]
Kveikjum neistann, frábærar niðurstöður

Kveikjum neistann rannsóknar- og þróunarverkefnið við Grunnskóla Vestmannaeyja er byggt á sterkum rannsóknum og kenningum virtra fræðimanna um nám og færniþróun. Það er Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ, með aðkomu SA, sem leiðir verkefnið en þar er prófessor Hermundur Sigmundsson ábyrgðarmaður. Nú liggja fyrir niðurstöður í lestrarfærni og það má með sanni segja […]
Stuð á Stakkó (myndir)

Árleg danssýning Grunnskóla Vestmannaeyja fór fram á Stakkagerðistúni nú fyrir hádegið en eftir sýninguna fóru fram formleg skólaslit hjá GRV. Nemendur hafa verið að æfa fyrir sýninguna í allan vetur undir stjórn Emmu Bjarnadóttur og var afraksturinn glæsilegur. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar nemendur dönsuðu sig í sumarfrí. (meira…)
Takk fyrir góðan vetur og njótið sumarsins

Þá er enn eitt skólaárið búið og nemendur komnir í kærkomið sumarfrí. Skólanum var slitið með dansi og gleði á Stakkó og það var gaman fyrir nemendur að fá að kveðja skólaárið með þessum hætti. Það er gott að geta litið yfir þetta skólaár sem er að klárast og hugsað til þess að það var […]
Opið hús – Dagdvölin Bjargið

(meira…)
Minningargrein: Jóhannes Wirkner Guðmundsson

Jóhannes Wirkner Guðmundsson F.28.10.1958 D.27.05.2023 Jóhannes Wirkner Guðmundsson fæddist í Keflavík 28. október 1958. Hann lést 27. maí 2023. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason og Ingibjörg Friðriksdóttir. Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar er Ásta Katrín Ólafsdóttir fædd í Vestmannaeyjum 25. desember 1958. Foreldrar hennar voru Ólafur Oddgeirsson og Ragna Lísa (Góa) Eyvindsdóttir. Börn Jóhannesar og Ástu Katrínar […]
ÍBV mætir Keflavík

ÍBV mætir Keflavík í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. ÍBV er með sex stig eftir sex umferðir og situr í næst neðsta sæti deildarinnar. Keflavík er í sæti ofar með sjö stig. Jonathan Glenn fyrrum þjálfari ÍBV leiðir lið Keflavíkur. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á HS Orku vellinum í kvöld. Leikurinn […]