ÍBV mætir Keflavík í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. ÍBV er með sex stig eftir sex umferðir og situr í næst neðsta sæti deildarinnar. Keflavík er í sæti ofar með sjö stig. Jonathan Glenn fyrrum þjálfari ÍBV leiðir lið Keflavíkur.
Flautað verður til leiks kl. 18.00 á HS Orku vellinum í kvöld. Leikurinn verður einnig sýndur á Stöð2 Sport.
Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deildar kvenna í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst