Framkvæmdastjórinn hefur gengið í flest störf í Godthaab/Leo Seafood

„Ég vann við uppbyggingu fiskvinnsluhús Godthaab í Nöf á sínum tíma, hef haldið mig á sama stað allar götur síðan þá og gengið í flest störf. Byrjaði á frystitækjunum, sá um launaútreikning um tíma, sinnti innkaupum á hráefni og umbúðum og kom víðar við í rekstrinum. Starfsemina þekkti ég því mjög vel þegar ég tók […]
Árni Johnsen er látinn

Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður lést um kvöldmatarleytið í gær 79 ára að aldri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Eftirlifandi kona hans er Halldóra Filippusdóttir, fyrrum flugfreyja. Sonur Árna og Halldóru var Breki sem er látinn. Halldóra átti Hauk A. Clausen en hann og Breki létust með stuttu millibili árin 2017 og 2018. Fyrir átti Árni […]
Lokahóf yngriflokka í handbolta

Sl. föstudag fóru fram lokahóf hjá 5.-8. flokkum í handbolta, farið var í leiki í íþróttahúsinu, teknar myndir með bikurum meistaraflokkanna og grillaðar pylsur. Handboltaveturinn gekk mjög vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni […]
Komust einfaldlega að réttri niðurstöðu

Viðbrögð Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra VSV, við tíðindum dagsins: „Kjarni þessa máls er sá að við lifum í réttarríki og gott er til þess að vita. Það er skýr niðurstaða dómsins að ríkið verði að fara að lögum. Ríkisvaldið færði öðrum fyrirtækjum makrílkvóta en þeim sem lög kváðu á um. Brotaviljinn var einbeittur í tíð […]