Framkvæmdastjórinn hefur gengið í flest störf í Godthaab/Leo Seafood
7. júní, 2023

„Ég vann við uppbyggingu fiskvinnsluhús Godthaab í Nöf á sínum tíma, hef haldið mig á sama stað allar götur síðan þá og gengið í flest störf. Byrjaði á frystitækjunum, sá um launaútreikning um tíma, sinnti innkaupum á hráefni og umbúðum og kom víðar við í rekstrinum. Starfsemina þekkti ég því mjög vel þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Leo Seafood.“

Bjarni Rúnar Einarsson  er gegnheill og hreinræktaður Eyjamaður og á baki tveggja áratuga starfsferil í sama fyrirtækinu sem reyndar skipti um nafn á leiðinni.

Fjórir af fimm stofnendum Godthaab í Nöf voru starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja þegar hús félagsins brann í desemberbyrjun árið 2000. Ísfélagsbruninn var gríðarlegt áfall fyrir allt samfélagið í Eyjum og mikið uppbyggingarstarf blasti við. Daði Pálsson, Jón Ólafur Svansson, Björn Þorgrímsson og Einar Bjarnason (faðir Bjarna Rúnars) – allt fyrrverandi starfsmenn Ísfélagsins – ákváðu að róa á eigin mið og stofna fiskvinnslufyrirtæki. Fimmti stofnandinn í hópnum var Sigurjón Óskarsson útgerðarmaður.

Nafn nýja félagsins tengdist stórbrunanum óbeint. Í kaffistofu Ísfélagsins hékk nefnilega tréskjöldur sem á stóð Godthaab og mönnum til mikillar furðu stóð hann alheill af sér eldhafið sem kengbeygði stálbita og eyddi öðru eða eyðilagði. Þetta þótti til marks um að gæfa fylgdi heitinu Godthaab og það sannaðist.

Á árinu 2017 var breyting í eigendahópnum. Systkinin Gylfi, Viðar og Þóra Hrönn keyptu hluti Jóns Ólafs, Björns og Einars en Sigurjón og Daði héldu sínum eignarhlutum. Um leið og þetta gerðist var nafni fyrirtækisins breytt í Leo Seafood. Nýja heitið á fyrirtækinu var tengt fjölskyldusögu Sigurjóns Óskarssonar og systkina hans. Foreldrar þeirra, Óskar Matthíasson og Þóra Sigurjónsdóttir, áttu og gerðu út Leó VE-400.

Fiskur á markað beggja vegna Atlantshafsins

Bjarni Rúnar segir að starfsemi Leo Seafood sé best lýst sem hefðbundinni fiskvinnslu þar sem hráefnið er fryst eða sent ferskt á markað erlendis.

„Við erum um áttatíu manna vinnustaður og margir í hópnum eiga langan starfsferil að baki. Í slíkri reynslu eru fólgin mikil verðmæti.

Starfsemin er hefðbundin frysting, aðallega þorskur, ýsa og ufsi, en við flytjum líka út ferskan fisk sjóleiðis eða í flugi.

Þórunn Sveinsdóttir VE veiðir um það bil helming þess sem fer í gegnum húsið hjá okkur, annan fisk kaupum við af Ísfélaginu, Vinnslustöðinni eða á markaði. Bergur-Huginn sá okkur fyrir um þriðjungi hráefnisins áður en Síldarvinnslan keypti félagið og síðar Vísi í Grindavík.

Við seljum mikið af þorski og ýsu til Bandaríkjanna, í gömlu góðu fimm punda öskjunum. Ufsinn fer að miklu leyti til Evrópuríkja, aðallega til Spánar, Frakklands, Þýskalands, Póllands og Tyrklands.

Ferskir hnakkar fara aðallega til Frakklands.“

Fagnaðarefni að Þórunn og kvótinn séu áfram í Eyjum

– Hefur dagleg tilvera breyst hjá þér eftir að Vinnslustöðin eignaðist Leo Seafood?

„Nei, í sjálfu sér lítið. Aðgengi okkar að hráefni er reyndar þægilegra en áður var og samskiptin við Vinnslustöðvarfólk hafa byrjað vel og þægilega að því leyti.

Starfsemi okkar og Vinnslustöðvarinnar leggst vel saman og hentar báðum vel.“

– Kom flatt upp á þig að Vinnslustöðin skyldi eignast Leo Seafood og útgerð Þórunnar Sveinsdóttur?

„Já og nei! Auðvitað gerði ég alltaf ráð fyrir því að sá dagur rynni upp að breyting yrði á eignarhaldi þessa fyrirtækis sem ég starfa í, á hvern hátt sem það myndi gerast. Það lá hins vegar ekkert slíkt í loftinu. Fjölskyldan sem seldi er að fara út í stórverkefni í laxeldi og í því ljósi er atburðarásin skiljanleg.

Allra mestu máli skiptir að Þórunn Sveinsdóttir VE, aflaheimildir og annað það sem útgerð og fiskvinnslu tilheyrir, verður áfram í Eyjum. Það er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur starfsfólkið og allt byggðarlagið.“

Boltaáhugamaður á hliðarlínu

– Hvaða áhugamál á framkvæmdastjóri Leo Seafood önnur en að vinna fisk og selja?

„Ef þú ert að spyrja hvort ég spili golf þá er svarið nei.

Á hinn bóginn fylgist ég vel með fótbolta og handbolta og styð þar auðvitað okkar fólk í gegnum sætt og súrt. Sjálfur var ég í fótbolta og handbolta upp alla yngri flokkana og spilaði lengi í meistaraflokki ÍBV í fótbolta en hætti fyrir tólf árum. Nú læt ég duga að fylgjast vel með af hliðarlínunni. Mér finnst aðdáunarvert að við skulum eiga lið í efstu deild í handbolta og fótbolta, karla og kvenna, ekki fjölmennara samfélag en raun ber vitni.“

  • Óskar Pétur Friðriksson tók myndirnar í Leo Seafood.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst